Saga - 1977, Blaðsíða 183
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 177
silfurbergsnámunum á Helgustöðum í Reyðarfirði.30)
Hafði sú samningsgerð, og öll samskipti félagsins við
stjórnvöld, orðið hið mesta hitamál á sínum tíma og valdið
illvígum pólitískum deilum og miklum blaðaskrifum.31)
Þegar hér var komið sögu, mun hafa verið fullljóst, að
ekkert yrði úr framkvæmdum hins franska félags. Áður-
nefnt erindi til stjórnarráðsins má þó skoða sem veikburða
tilraun til að bjarga því sem bjargað yrði af fyrri ítök-
um félagsins. Nú var það hins vegar endanlega úr leik og
kemur ekki meira við þessa sögu. Aftur hafði nú nýr að-
ili haslað sér völl í kapphlaupinu um vatnsréttindi og virkj-
unarmöguleika hér á landi og fyllti það skarð, sem staðið
hafði opið og ófyllt á vatnasvæði Þjórsár eftir brotthvarf
La Société Frangaise...Hér á ég við Fossafélagið Titan
og systurfélög þess, sem mjög komu við sögu fossamálsins
upp frá þessu.
VI. Þáttur af F'ossaf élaginu Titan
Fossafélagið Titrni var stofnað í Reykjavík hinn 18.
febrúar 1914.1) Áður en gengið var frá félagsstofnuninni
hafði Einar Benediktsson, sem þá dvaldist erlendis, staðið
í nánu sambandi við Eggert Claessen yfirréttarmálaflutn-
ingsmann vegna hennar.2) Sjálfur kom Einar til Islands
skömmu síðar og dvaldist hér 1 tæpan mánuð (28. febr.—
25. marz).3) Liggur nærri að álykta, að þessi Islandsdvöl
hafi einkum verið ráðin vegna stofnunar félagsins og
30) Helgi H. Eiríksson: Alþingi og iðnaðai-málin, bls. 22.
31) Sjá t.d. ísafold 10/12 1910 og 1/4, 21/10, 25/10, 28/10 og 16/12
1911, Þjóðól'f 29/9, 7/10, 13/10, 20/10 og 27/10 1911 og Ingólf
9/3, 12/4, 24/5, 8/6, 1/8, 8/8, 8/11 og 13/12 1911 og 4/1 1912.
Einnig 1 fótspor feðranna, bls. 364—365.
B Laust xnál, bls. 668.
2) Kemur fram í skjölum Titans sem höf. bárust frá Ragnari Jóns-
syni hrl.
3) ísafold 28/2, 18/3 og 28/3.
12