Saga - 1977, Blaðsíða 37
ÁLITSGERÐ SKÚLA MAGNÚSSONAR 1784
31
þurfi ekki að vera svo dýr og gera verði ráð fyrir, að fólkið hafi
ígangsklæði nieðferðis. Þá biður stjórn konungsverslunarinnar um
að fá vitneskju í tíma, ef af þessum flutningum verði, til að gera
nauðsynlegar ráðstafanir og að fólk, sem flytja eigi burt af landinu
verði komið til hafnanna um miðjan ágúst.
1 annan stað skipuleggur stjórnin flutningana þannig, að úr Gull-
bringusýslu verði fluttir 170 manns með 10 skipum, sem skiptist
þannig á hafnir, að tvö skip flytji 30 manns frá Básendum, fjögur
skip flytji 60 frá Keflavík, þrjú skip flytji 40 frá Hafnarfirði og
eitt 145 lesta skip flytji 40 manns frá Reykjavík. Úr höfnum á
Snæfellsnesi áttu flutningarnir að verða með þeim liætti, að með
einu skipi frá Arnarstapa átti að flytja 30 manns, með tveimur
skipum frá Ólafsvík átti að flytja 40 og önnur tvö frá Grundar-
firði sömu tölu og úr Hnappadalssýslu átti eitt skip að flytja 30
manns frá Búðum. Frá Patreksfirði áttu þrjú skip að flytja 50
manns og frá höfnum norðanlands áttu sjö skip að flytja 140. Með
þessum hætti átti að flytja hin umræddu 500 til Kaupmannahafnar.
Þessar bréfagerðir bera með sér, að næsta skrefið hlaut að verða
annað hvort að hefjast handa eða hætta við allt saman. Samkvæmt
gerðum kostnaðaráætlunum var auðvelt reikningsdæmi að sjá hvað
þessir flutningar mundu kosta, hvort heldur sem flytja átti fleiri
eða færri, en málin snerust á þann veg, að ekki var frekara að gert.
Þá er komið að því skjali, sem hér birtist á eftir og virðist í bein-
um tengslum við það mál, sem hér hefir verið rakið að nokkru, og
nefnt var í upphafi þessa máls. Skúli Magnússon landfógeti var í
Kaupmannahöfn þennan vetur. 1 skjalasafni rentukammersins eru
bréf frá honum, sem skrifuð eru á þessum vetri og taka af öll tví-
mæli, að það er hann, sem á pennanum heldur. Ilitt er erfiðara að
sjá, hvenær hann leggur þessa álitsgerð fram og ástæðurnar til að
hann gerir það. Venjan er sú, að fylgiskjöl eru eldri en bréfin, sem
þau fylgja, og skjalið virðist bera með sér að yera skrifað á tíma-
bilinu október til desember 1784, og þannig er sennilegast, að Skúli
skrifi þetta fyrir ritunartíma bréfa þeirra, sem nefnd hafa verið
hér að framan.
Upphafið að álitsgerðinni gæti verið svar við bréfi Jóns Sveins-
sonar sýslumanns, sem áður getur, en rentukammerið svaraði Jóni
31. júlí 1784 og er bréfið nr. 728 í bréfabókinni frá því ári, þar sem
svarað er í samræmi við „Collegii Resolution“, sem áður er frá
greint. Áframhaldið virðist hins vegar vera samið sem svar við
efninu í bréfunum, sem fóru milli rentukammersins og Levetzows
og flotastjórnarinnar og stjórnar konungsverslunarinnar. Um tvo
síðari þættina er á annan veg farið. Þó er þess að geta, að í bréfi
frá stjóm konungsverslunarinnar til rentukammersins 24. janúar