Saga


Saga - 1977, Page 37

Saga - 1977, Page 37
ÁLITSGERÐ SKÚLA MAGNÚSSONAR 1784 31 þurfi ekki að vera svo dýr og gera verði ráð fyrir, að fólkið hafi ígangsklæði nieðferðis. Þá biður stjórn konungsverslunarinnar um að fá vitneskju í tíma, ef af þessum flutningum verði, til að gera nauðsynlegar ráðstafanir og að fólk, sem flytja eigi burt af landinu verði komið til hafnanna um miðjan ágúst. 1 annan stað skipuleggur stjórnin flutningana þannig, að úr Gull- bringusýslu verði fluttir 170 manns með 10 skipum, sem skiptist þannig á hafnir, að tvö skip flytji 30 manns frá Básendum, fjögur skip flytji 60 frá Keflavík, þrjú skip flytji 40 frá Hafnarfirði og eitt 145 lesta skip flytji 40 manns frá Reykjavík. Úr höfnum á Snæfellsnesi áttu flutningarnir að verða með þeim liætti, að með einu skipi frá Arnarstapa átti að flytja 30 manns, með tveimur skipum frá Ólafsvík átti að flytja 40 og önnur tvö frá Grundar- firði sömu tölu og úr Hnappadalssýslu átti eitt skip að flytja 30 manns frá Búðum. Frá Patreksfirði áttu þrjú skip að flytja 50 manns og frá höfnum norðanlands áttu sjö skip að flytja 140. Með þessum hætti átti að flytja hin umræddu 500 til Kaupmannahafnar. Þessar bréfagerðir bera með sér, að næsta skrefið hlaut að verða annað hvort að hefjast handa eða hætta við allt saman. Samkvæmt gerðum kostnaðaráætlunum var auðvelt reikningsdæmi að sjá hvað þessir flutningar mundu kosta, hvort heldur sem flytja átti fleiri eða færri, en málin snerust á þann veg, að ekki var frekara að gert. Þá er komið að því skjali, sem hér birtist á eftir og virðist í bein- um tengslum við það mál, sem hér hefir verið rakið að nokkru, og nefnt var í upphafi þessa máls. Skúli Magnússon landfógeti var í Kaupmannahöfn þennan vetur. 1 skjalasafni rentukammersins eru bréf frá honum, sem skrifuð eru á þessum vetri og taka af öll tví- mæli, að það er hann, sem á pennanum heldur. Ilitt er erfiðara að sjá, hvenær hann leggur þessa álitsgerð fram og ástæðurnar til að hann gerir það. Venjan er sú, að fylgiskjöl eru eldri en bréfin, sem þau fylgja, og skjalið virðist bera með sér að yera skrifað á tíma- bilinu október til desember 1784, og þannig er sennilegast, að Skúli skrifi þetta fyrir ritunartíma bréfa þeirra, sem nefnd hafa verið hér að framan. Upphafið að álitsgerðinni gæti verið svar við bréfi Jóns Sveins- sonar sýslumanns, sem áður getur, en rentukammerið svaraði Jóni 31. júlí 1784 og er bréfið nr. 728 í bréfabókinni frá því ári, þar sem svarað er í samræmi við „Collegii Resolution“, sem áður er frá greint. Áframhaldið virðist hins vegar vera samið sem svar við efninu í bréfunum, sem fóru milli rentukammersins og Levetzows og flotastjórnarinnar og stjórnar konungsverslunarinnar. Um tvo síðari þættina er á annan veg farið. Þó er þess að geta, að í bréfi frá stjóm konungsverslunarinnar til rentukammersins 24. janúar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.