Saga - 1977, Blaðsíða 215
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 209
sérstakrar fimm manna nefndar til að athuga einkarétt-
arbeiðnina svo og aðrar tillögur Páls í atvinnumálum.7)
Var í þingsályktunartillögunni kveðið svo á, að nefndin
skyldi semja og leggja fram frumvörp um þau atriði í
nefndum tillögum, er hún vildi ráða deildinni að taka til
meðferðar. Benedikt Sveinsson mælti fyrir tillögunni á 29.
fundi deildarinnar hinn 13. ágúst.8) 1 stuttri framsögu
upplýsti hann, að þetta mál hefði komið fyrir fund Fiski-
félagsins og fengið þar góðar undirtektir. Einnig kvað
hann blaðið Ægi hafa mælt með því. Var tillagan um
nefndarskipun samþykkt í einu hljóði, og eftirtaldir menn
síðan kosnir í nefndina: Einar Jónsson, Benedikt Sveins-
son, Matthías Ólafsson, Pétur Jónsson og Þorleifur Jóns-
son. Nefndin samdi síðan og flutti frumvarp til laga um
heimild til að veita einkarétt til þess að vinna salt o. fl.
úr sjó.9) Skv. frumvarpinu veittist ráðherra fslands heim-
ild til að veita Páli Torfasyni slíkan einkarétt til 30 ára.
Einkaleyfishafa var heimilt að framselja einkarétt sinn
öðrum manni eða félagi, ef maðurinn eða félagið var heim-
ilisfast hér á landi. Þá var ráð fyrir því gert í frumvarp-
inu að ráðherra gæti sagt upp einkaleyfinu, ef starfræksla
fyrirtækisins væri ekki hafin að fimm árum liðnum, svo
og ef með rekstrinum væri brotið á einhvern hátt í bága
við skilmála þá, er settir voru fyrir einkaréttinum skv.
frumvarpinu. Höfundar frumvarpsins lögðu nokkra á-
herzlu á að tryggja beina hagsmuni ríkissjóðs gagnvart
hinu fyrirhugaða fyrirtæki. Var í frumvarpinu kveðið á
uni, að landsjóði bæri þegar í byrjun 5% af hreinum
úgóða fyrirtækisins, og einnig skyldi leyfishafi frá upp-
hafi greiða 1 kr. af hverri smálest af salti, sem fyrirtækið
Alþingistíðindi 1913 A, þskj. 280, bls. 644.
8) Alþingistíðindi 1913 C, dálkar 863—864.
°) Alþingistíðindi 1913 A, þskj. 530, bls. 1060-1061. Önnur þing-
skjöl er snerta þetta mál eru 611, 634, 653, 654 og 787 (lög).
14