Saga - 1977, Blaðsíða 209
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 203
Sigríðar dóttur hans, sem hafði verið mótfallin samn-
ingsgerðinni frá upphafi. Þegar kunnugt varð um fram-
sal leiguréttarins, tóku þau Brattholtsfeðgin þá afstöðu, að
með því væri samningurinn úr gildi fallinn, og í samræmi
við það neituðu þau að veita viðtöku afgjaldinu eftir foss-
inn, þegar það var síðar fram boðið á þeim gjalddaga, sem
tilgreindur hafði verið í samningnum. Sturla Jónsson höfð-
aði því mál fyrir gestarétti Árnessýslu gegn Tómasi Tóm-
assyni í Brattholti til viðurkenningar um löglegt fram-
boð á leigu eftir fossinn 1. september 1912, svo og til við-
urkenningar á gildi leigusamningsins gagnvart stefnda.
Þær urðu lyktir málsins í héraði, að gestarétturinn úr-
skurðaði að leigusamningurinn væri fullgildur og bind-
andi fyrir stefnda gagnvart stefnanda, og greiðslufram-
boð það, sem gert hafði verið á leigu eftir fossinn, væri í
alla staði löglegt. Þau Brattholtsfeðgin vildu ekki una þess-
um málalokum, og áfrýjaði Tómas málinu til yfirdóms. Þar
sótti Sveinn Björnsson málið fyrir hans hönd. Niðurstaða
málsins fyrir yfirdómi varð sú, að þar var úrskurður
héraðsdóms staðfestur í einu og öllu. Þar með höfðu þau
Brattholtsfeðgin tapað málinu fyrir báðum dómstól-
unum. En Sigríður virðist hafa verið reiðubúin að leggja
allt í sölurnar fyrir þá hugsjón sína að varðveita Gullfoss
ósnortinn, ef marka má frásagnir um þá heitstrengingu
hennar, að hún myndi kasta sér í fossinn, þegar fyrsta
skóflustungan yrði tekin til virkjunarinnar, og sjá svo,
hvort mönnum þætti gæfulegt að halda áfram. Víst er
um það, að þótt málstaður Sigríðar og föður hennar hafi
beðið lægri hlut fyrir dómstólunum, þá fylgdust margir af
athygli og samúð með baráttu þeirra, og yfir henni hefur
aUa tíð hvílt sérstæður bjarmi í vitund margra Islendinga.
Nokkru áður en málarekstri þeim lauk, sem drepið var
á hér að framan, var komið á laggirnar nýju fossafélagi,
sem tók sér fyrir hendur að öðlast eignar- og umráðarétt
Vfir öllum vatnsréttindum í Hvítá og þverám hennar (að
Nullfossi frátöldum). Hér var á ferð fossafélagið Sleipnir.