Saga - 1977, Blaðsíða 186
180
SIGURÐUR RAGNARSSON
inda í Þjórsá. Hér var um að ræða félögin Orion, Sirius og
Taurus. Fram kom á fundinum, að hluthafafundir þessara
þriggja félaga höfðu þegar fjallað um sameininguna og
samþykkt fyrir sitt leyti að ganga til hennar á þeim grund-
velli, sem tillagan sem nú var til umræðu á hluthafafundi
Titans gerði ráð fyrir. Þar hlaut hún líka einróma sam-
þykki svo sem vænta mátti, þar eð sömu aðilar stóðu að
þessum fjórum félögum.
Jafnhliða sameiningunni voru samþykktar nokkrar laga-
breytingar, t. d. skyldi stjórn félagsins framvegis skipuð
níu mönnum í stað fimm áður. Áttu fimm þeirra að vera
Islendingar. Þessir áttu sæti í stjórn Titans eftir samein-
inguna: 0. A. Herud yfirdómslögmaður, sem var formaður,
G. Sætersmoen verkfræðingur, Oluf Aall hæstaréttarlög-
maður og Halfdan Schelderup, skrifstofustjóri í landbún-
aðarráðuneytinu norska, voru fulltrúar norsku hluthaf-
anna, en íslenzku fulltrúarnir voru þeir Klemens Jónsson,
Friðrik og Sturla Jónssynir, Eggert Claessen og Eyjólfur
Guðmundsson „Landshöfðingi" í Hvammi.
Sameining félaganna var ráðin með þeim hætti, að fé-
lögin fjögur runnu saman undir merki Titans, og fór hlut-
ur hvers þeirra um sig í hinu endurskipulagða félagi eftir
mati á því, hve mikla orku væri hægt að framleiða í þeim
fossum, sem einstök félög áttu, og einnig var litið á verð-
mæti orkunnar á hverjum stað. Samkvæmt áætlun, sem
lögð var fram á fundinum, skiptist hin virkjanlega orka
milli félaganna með svofelldum hætti:
Titan 560 þús. hestöfl
Sirius 240 þús. hestöfl
Orion 150 þús. hestöfl
Taurus 130 þús. hestöfl
Hlutafé hins endurskipulagða Titanfélags var á fundi þess-
um ákveðið 12 milljónir kr., og byggðist sú ákvörðun á
mati fundarmanna á verðgildi eigna félagsins hér á landi.