Saga - 1977, Blaðsíða 184
178
SIGURÐUR RAGNARSSON
framtíðaráforma þess hér á landi, þótt fleira kæmi e.t.v.
til. Einar festi, meðan á þessari heimsókn stóð, kaup á húsi
því, sem Brillouin konsúll hafði látið reisa árið 1909
fyrir innan Rauðará, og var það skírt Héðinshöfði.4) Var
kaupverð hússins rúmar 20 þús. kr.
Fyrsti aðalfundur Titans var síðan haldinn hinn 24. apríl
1914 í Kristianiu.5) Var fundurinn haldinn á skrifstofu
Oluf Aall lögmanns, og sóttu hann allir hluthafar félagsins
eða umboðsmenn þeirra. Auk norsku hluthafanna sátu
tveir Islendingar fundinn, þeir Einar Benediktsson og
Friðrik Jónsson, sem sat fundinn á eigin vegum, en einnig
í umboði þeirra Sturlu Jónssonar og Eggerts Claessen.
Meðal þess, sem ákveðið var á fundinum, má nefna, að
þar var tekin ákvörðun um að hækka hlutafé félagsins úr
360 þús. kr. í 2 millj. kr., og áttu hluthafar að fá útgefin
hlutabréf fyrir allri þeirri upphæð, þar sem eignir og rétt-
indi félagsins næmu a.m.k. þeirri upphæð að verðgildi. Þá
samþykkti aðalfundurinn ný lög og samþykktir fyrir fé-
lagið og kaus því nýja stjóm. Kváðu lögin svo á, að Titan
væri íslenzkt félag og hefði heimili og varnarþing á Is-
landi. Þessi ákvæði voru í anda þeirrar túlkunar á fossa-
lögunum, sem stjórnarráðið hafði haldið fram, og til sam-
ræmis við fossalögin var meirihluti félagsstjórnarinnar
skipaður Islendingum búsettum hér á landi. Islenzkir
stjórnarmenn voru þeir Friðrik og Sturla Jónssynir og
Klemens Jónsson landritari, en formaður félagsstjórnar
var 0. A. Herud yfirréttarmálaflutningsmaður í Kongs-
vinger. Oluf Aall hæstaréttarlögmaður í Kristianiu var
settur til að annast daglegan rekstur félagsins. Oluf Aall
átti síðar eftir að koma mikið við sögu Titans sem formað-
ur félagsins um árabil. Gildasti þátturinn í starfi hans
4) Laust mál, bls. 668.
5) Skv. gerðabók Titans sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni íslands.
Frásögn sú, sem hér fer á eftir af innri málum Titans, byggir
á gerðabók félagsins.