Saga - 1977, Blaðsíða 173
FOSSAKAUP OG FRAM KVÆ MDAÁFORM
167
holtskirkju“.2) Með bréfi Magnúsar fylgdi umrætt um-
boð frá sr. Ólafi, dagsett 26. apríl, og undirskrifað á Eyr-
arbakka þann sama dag. Með umboði þessu gaf sr. ólafur
Gesti heimild til að selja hluta Kálfholts í Urriðafossi fyrir
12 þús. kr. eða leigja hann gegn 600 kr. ársleigu. Ennfrem-
ur hét hann því, að Gestur skyldi fá 5% af söluverði eða
leigu í ómakslaun, en semdist um hærra söluverð eða leigu
en um gat í umboðinu, átti Gestur að hljóta % af þeirri
upphæð,
Stjórnarráðið sendi erindi Magnúsar biskupsembættinu
til umsagnar hinn 7. maí 1909.3) Barst umsögn biskups,
Þórhalls Bjarnarsonar, til stjórnarráðsins 22. sama mánað-
ar. Var þar vitnað til fossalaganna, og var niðurstaða bisk-
ups sú, að „aðallega vegna nefndra laga ... tel ég ...
ekki varhugavert að samþykkja umboðið." Ekki treystist
biskup til að láta uppi neitt álit á því, hvort umrætt sölu-
verð eða leiga væri sanngjarnt eða ekki.4)
Jafnframt því að leita eftir áliti biskups, fól stjómar-
í'áðið Thorvald Krabbe landsverkfræðingi að fara að Urr-
iðafossi, mæla vatnsmagn og fallhæð og athuga staðháttu
alla og gefa síðan álit sitt um áðurgreint samningsumboð.
Stjórnarráðinu barst svo álit landsverkfræðings með bréfi
dagsettu 7. desember 1909.5) 1 bréfi þessu gaf landsverk-
fi'æðingur skýrslu um mælingar sínar, en kvaðst þó leggja
uiðurstöður sínar fram með fyrirvara, þar eð þau tæki, er
hann hefði haft yfir að ráða, væru mjög ófullkomin. Gizk-
aði hann á, að afl fossins væri um 50 þús. hestöfl, en fall-
hæðina kvað hann 9 metra. Voru mælingar þessar gerðar
dagana 1.—4. desember. Um fossinn sjálfan fórust Thor-
vald Krabbe svo orð, að hann væri „ekki óálitlegur“, en
síðan sagði orðrétt í bréfinu: „Ég hefi enga trú á, að þessi
2) Ibid.
a) Ibid
4) Ibid.
5) Ibid.