Saga - 1977, Blaðsíða 75
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI 69
ari helmingi 14. aldar, en ýmislegt í orðfæri hennar bendir
þó til að 12. aldar frumrit hafi verið skammt undan.66)
Við höfum komist að raun um, að hinar umfangsmiklu
heimildir um íslenska sögu 12. og 13. aldar geta þræla að
engu. Sú þögn samræmist þeirri skoðun, að venjulegir
þrælar væru að mestu úr sögunni í byrjun 12. aldar og
skuldaþrælar fáir. Við höfum einnig séð að þessi skoðun
gæti samræmst því, að lagaákvæði, sem lúta að þrælahaldi,
hafi verið skráð og jafnvel birt eftir að það var liðið undir
lok. Á 13. öld gat forfaðir, sem hafði verið þræll, verið
fallinn í gleymsku, nema hann hafi verið leysingi sem
með réttu eða röngu hefði frá upphafi verið álitinn maður
með mönnum eins og Vífill, leysingi Auðar, „kynsæll og
ríkr; hann bjó í Vífilsdal ok þótti, svá sem Auðr spáði
fyrir, þar göfugs manns afkvæmi sem hann var“. Við
munum að Vífill var afi Guðríðar formóður biskupanna
Björns, Þorláks og Brands.67) Lögin kröfðust þess að
maður rekti ætt sína í fimmta lið við ýmsar athafnir, í
sambandi við hjúskap, ómagaframfærslu, dómsetu og kvið-
setu, en um 1200 virðist hafa verið liðið svo langt frá því að
þrælahald tíðkaðist, að engin hætta mun hafa verið á því,
að ánauðugir hlekkir fyndust í ættinni. Þá munu 5 ættliðir
eða eitthvað um 130 ár skila okkur drjúgt aftur á 11.
fomrit II (1933), 52, aths. 1, veltir því fyrir sér, hvort með
hinum tvennum síðasttöldu sé átt við innborinn og aðkeyptan
þræl eða einungis sé um endurtekningu að ræða. Að setja skuld-
armann fyrir þræl eins og hér á undan bendir til þriðja mögu-
leika.
G0) Stafsetningin er venjulega ung, en það sem ríður baggamuninn er
tíðni forsetningarinnar „of“, sem kemur oftar fyrir í Arnarbælis-
bók en í nokkrum öðrum texta Kristinna laga þáttar. Af 7 dæm-
um (Gg III 153/21, 155/9, 157/17, 164/7, 170/2, 172/6, 177/23)
hefur Konungsbók t.d. aðeins 2 og Staðarhólsbók aðeins 1. Hins
vegar hefur efnið verið samræmt síðari tíma þörfum — þar er
talað um Þorláksmessu á sumar, en hún var lögtekin 1237, Gg
III 176.
°7) Landn., 141 (textinn tekinn upp úr Melabók.)