Saga - 1977, Blaðsíða 118
112
SIGURJÓN EINARSSON
aðra í brennifórn, en hina í syndafórn, og skal presturinn
friðþægja fyrir hana og er hún þá hrein".1)
1 kirkjunni mun siður þessi hafa farið þannig fram, að
fyrsta sunnudag eftir að konan hafði dvalist heima hinn
lögboðna tíma, — og var þá miðað við, að 40 dagar væru
liðnir frá því að barnið fæddist, — kom hún til kirkjunnar
búin sínu besta skarti, og voru þá með henni nokkrar kon-
ur, sem fylgdu henni til þessarar athafnar. Við kirkjudyr
tók presturinn á móti henni, og skyldi hún krjúpandi
biðja hann um endurupptöku í kirkjuna, vegna þess, að svo
var litið á, að konan væri jafn óhrein og heiðin og óskírt
barn, þar til athöfn þessi hefði farið fram. Presturinn
stökkti síðan á hana vígðu vatni og rétti henni kerti; ef
barnið lifði, var ljós á kertinu, ef það var dáið var kertið
án ljóss. Síðan bauð hann konunni að rísa á fætur, leiddi
hana inn og sagði m.a.: „Gakk inn í helgidóminn og eig hið
eilífa líf með Kristi“. Um leið og komið var inn í sjálfa
kirkjuna, sagði presturinn: „Drottinn varðveiti inngang
þinn og útgang héðan í frá og að eilífu“. Síðan gekk konan
í fylgd kvennanna upp að altarinu og lagði á það fómar-
gjöf sína.
Eins og fleiri kirkjusiðir verður þessi siður mjög um-
ræddur af siðbótarmönnum, og munu sumir hafa viljað
leggja hann af og var það einkum vígða vatnið, ljóskveik-
ingin og fórnargjöfin, sem um var deilt, enda var það í
samræmi við þá endurskoðun, sem þá fór fram á mess-
unni og kirkjusiðunum, því að nú skyldi allt það, er minnti
á fórnarþjónustu verða upprætt og aflagt.
1 kirkjuskipan Kristján konungs III. frá 1537 er fjallað
um þessa athöfn í sérstökum kafla, og óléttar konur þar
kallaðar „Guðs verkfæri honum til heiðurs og hefur þess
meiri geðþekkni á þeim sem þær eru nær komnar fæðing-
artímanum“; skulu því prestarnir „undirvísa þeim iðulega
að nær þær eru óléttar, megi þær venja sig á að bífala Guði
J) Biblían, Evk 1912.