Saga - 1977, Blaðsíða 159
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 153
og yfirlýsinga frá ýmsum málsmetandi mönnum, sem ætla
mátti að gætu fjallað af þekkingu og myndugleik um þau
áform, sem á döfinni voru. Með þennan bakstuðning reynir
hann svo til við hina útlendu fjármagnseigendur. Nú eins
og stundum fyrr dugðu stuðningsyfirlýsingarnar lítt.
Raunverulegar framkvæmdir komust harla skammt á
veg.42) Það varð ekki „Hafnar- og bryggjufélag“ Einars
Benediktssonar, sem gerði hafskipahöfn í Reykjavík,
heldur kom það í hlut bæjarstjórnar Reykjavíkur.43)
Einar og nánustu samstarfsmenn hans hér á landi héldu
hins vegar utan um landsvæði það í Skerjafirði, sem
„Hafnar- og bryggjufélagið“ hafði fengið umráð yfir, og
komst það síðar í eigu fossafélagsins Titan, sem hugðist
hafa þar útskipunarhöfn og athafnasvæði. Sér þeirra á-
forma enn stað í nöfnum gatna á þessum slóðum (Fossa-
gata, Þjórsárgata). Verulegur hluti þessa lands var síðan
tekinn eignamámi undir Reykjavíkurflugvöll, en mikið af
því var selt einstaklingum sem byggingarlóðir. Er af þess-
um viðskiptum allmikil saga, þótt ekki verði hún frekar
i'akin hér.44)
Ekki er alveg ljóst, hvers vegna jafnlítið varð úr fram-
kvæmdum The British North-Western Syndicate, né hvað
várð því endanlega að falli. Steingrímur J. Þorsteinsson
telur, að fall samlagsins megi öðru fremur rekja til þess,
að F. L. Rawson, sem virðist hafa verið aðalfjárframlaga-
maðurinn, dró sig í hlé frá öllum umsvifum í fjármála-
og athafnalífinu, en gaf sig allan á vald dulhyggju og öðr-
sálrænum áhugamálum.45) Þorleifur H. Bjarnason
tæpir á annarri og jarðbundnari skýringu, þegar hann
lætur að því liggja, að Rawson sé gjaldþrota maður og bú
42) Laust mál, bls. 654—655.
4a) Um sögu hafnarmálsins sjá endurminningar Knud Zimsen Úr
bæ í borg, bls. 143—208.
44) Höf. bárust ýmis gögn um þessi viðskipti frá Ragnari Jónssyni
hrl. með gögnum varðandi slit fossafélagsins Titan.
45) Laust mál, bls. 659.