Saga - 1977, Blaðsíða 147
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 141
Með bréfi dagsettu 2. apríl 1909 féllst Sturla Jónsson á
ofangreinda skilmála stjórnarráðsins, og stjómarráðið til-
kynnti honum síðan með nýju bréfi undirrituðu af Bimi
Jónssyni ráðherra hinn 17. apríl, að það hefði staðfest
samninginn.8 9) öll meðferð og afgreiðsla þessa máls sýnir,
að stjórnarráðið leit á Gigant sem íslenzkt félag í anda
fossalaganna.
Þess var getið hér að framan, að einn hvatamaðurinn
að stofnun Gigant hafi verið H. E. Helliesen lögmaður í
Kristianiu. Flest er á huldu um stjóm þessa félags. Þó
virðist ljóst, að Einar Benediktsson hafi verið lífið og sál-
in í því. Eftir að hann fluttist búferlum til Englands árið
1910, reri hann að því öllum árum að vekja áhuga enskra
fjármálamanna á að leggja fram fé til framkvæmda hér
á landi. Árið 1910 var stofnað í London fyrir forgöngu
Einars framkvæmda- og viðskiptafélag, sem hlaut nafnið
The British North-Western Syndicate.Q) Að félagi þessu
stóðu allmargir brezkir fjármálamenn auk Einars Bene-
diktssonar, sem lagði til ýmsar eignir sínar á Islandi.10)
Var ætlunin, að félag þetta og ýmis dótturfélög þess rækju
margvíslega starfsemi hér á landi, beittu sér fyrir stofnun
banka, önnuðust inn- og útflutningsverzlun, reistu orku-
vér og iðjuver. Var að því stefnt, að starfsemi félaganna
tæki til flestra atvinnugreina og gróðavega í landinu, enda
komst Einar Benediktsson svo að orði í einni af skýrslum
sínum til stjórnar félagsins, að markmiðið væri „að öðlast
vétt til að starfrækja náttúruauölindir landsins“. Skýrslur
þser, sem hér um ræðir, voru bréf eða greinargerðir, sem
Einar samdi og birtar voru sem „einka- og trúnaðarmál"
í upplýsinga- og auglýsingabæklingi handa félagsmönnum
í The British North-Western Syndicate Ltd. og dótturfé-
8) Ibid.
9) Laust mál, bls. 653.
10) Samningur þaraðlútandi var undirritaður í London 24. maí
1910. Afrit af samningnum er í fórum höf.