Saga - 1977, Blaðsíða 121
AÐ LEIÐA KONUR í KIRKJU
115
ungi falið að hafa eftirlit með siðaskiptum á Islandi. Hann
kom líka meira við sögu þeirra en nokkur annar erlendur
einstaklingur, — miklu meira en oft hefur verið látið í
veðri vaka. Þess má geta, að hann vígði þrjá fyrstu lút-
ersku biskupana í Skálholti, Gissur Einarsson, Martein
Einarsson og Gísla Jónsson, og einnig ólaf Hjaltason,
fyrsta lúterska biskupinn á Hólum. Það var undir handar-
jaðri hans, að fyrsta handbók lútersku kirkjunnar á Is-
landi, sem hér hefur verið vitnað til, var prentuð í Kaup-
mannahöfn árið 1555 og það má fullyrða, að um hans hend-
ur fóru áætlanir og tilskipanir um siðbreytinguna hérlend-
is.
Pétur Palladíus var stórvirkur rithöfundur og svo er
Visitatsíubók hans fyrir að þakka, að til er enn í dag
frábær heimild um það, hvernig hann hugsaði sér fram-
kvæmd siðbótarinnar og hvaða merkingu hann lagði í
ýmsa þætti hennar; margt bendir til, að íslenskir bisk-
upar hafi á þessum árum haft bók hans undir höndum og
notað hana í starfi sínu hér heima.4)
Einn þeirra kirkjusiða, sem Palladíus fjallar mjög ýtar-
lega um í Visitatsíubók sinni er „að leiða konur í kirkju“;
segir hann þar m. a. að alkunnugt sé, að engin kona
háfi náð fullri heilsu fyrr en eftir 6—7 vikur frá fæðingu
og margar þurfi jafnvel að liggja í rúminu þann tíma.
Vitnar hann til lækna og annarra, sem telja verður að vit
hafi á þessum málum.5)
Hann bendir eiginmönnum á að sýna konu sinni fulla
tillitssemi og sofa einir, en leyfa sjúkri konunni að liggja
einni með barnið. Þegar hún er stigin af sæng, þá
skal hún að sinni vild ganga um hús og garða og gera
það eitt, sem hún vill, og það má hvorki neyða hana né
4) Sjá grein um Pétur Palladíus eftir Magnús Má Lárusson í Fróð-
leiksþættir og sögubrot, Hafnarfirði 1967.
'’) Sbr. Visitatsíubók, útg. Svend Grundtvig, Kaupmannahöfn 1872,
bls. 96—99.