Saga - 1977, Blaðsíða 70
64
PETER G. FOOTE
Ef reynt er að tímasetja einhver þessara ákvæða, má
reyna að styðjast við fyrrnefndan kafla um að leiða þræl
í lög. Athöfnin er með kristilegu sniði, þó hún geti eins
vel verið einföld stæling á eiðstaf úr heiðni. Benda má
á, að hvorugkyns lýsingarorðið gramt er þar notað ásamt
orðinu go'ö. Hér er um formála að ræða, sem hlýtur að vera
úr frumkristni áður en goö (guð) varð undantekningar-
laust karlkyns í kristnum textum.54) Á sama stað segir:
„Eigi þarf sá maðr þann eið að vinna er honum var ung-
um frelsi gefit. Hálfan rétt skal hann taka er hann kemr
á jarls jörð, en þá allan ok fullan er hann kemur á kon-
ungsjörð." Seinni hluti þessarar málsgreinar má túlka á
ýmsa vegu.55) Eigi hún við íslenskar aðstæður, getur hún
aðeins átt við stutt tímabil á 13. öld, þegar Hákon gamli
hafði gert upptækar nokkrar íslenskar jarðeignir, og með-
an Gissur Þorvaldsson var jarl 1258—68. Ef erlendar en
kunnar aðstæður liggja að baki málsgreininni verðum við
að muna, að á Orkneyjum sat ávallt jarl í mismunandi
traustum tengslum við norsku krúnuna, en í Noregi var
konungur og stundum líka jarlar. Sé átt við Noreg, væri
eðlilegast að tímasetja setninguna annað hvort laust fyrir
1050 um daga Haralds harðráða og Hákons Ivarssonar,
eða upp úr 1160 þegar Hákon herðibreiðr og Sigurðr af
Reyri voru á dögum. Á öldinni milli þeirra voru aðeins kon-
ungar í Noregi en engir jarlar. Gramt goö gæti hæglega
verið leif frá fyrra tímabilinu og því komið heim við hinar
slitróttu tilvitnanir til útlends þræls og skuldarmanns í
Draumi Þorsteins Síöu-Hallssonar og Ljósvetninga sögu.
Það virðist því liggja beinna við að líta á ummælin um
54) Sjá W. Baetke, „Guð in den altnordischen Eidesformeln", í
Kleine Schriften eftir sama (1973), 129—42, einkum 140—1.
°5) Sjá t.d. Vilhjálmur Finsen, Gg II, xiii, aths. 1, með tilvísunum;
A. Gjessing, Annaler for nordisk Oldkyndighed og Historie
1862, 262—3. Orðalagið á sér (aðeins?) hliðstæðu í Frostaþings-
lögwrn, IX 12. gr. (Norges gamle Love I (1846), 212): „Ef
þræll kemr á jörð eða býr ...“, og sama rit, 334.