Saga - 1977, Blaðsíða 103
FRÁ SAUÐFJÁRBÚSKAP TIL AKURYRKJU 97
hríðar og kuldar, og engin eru skip komin hér á hafnir, en
[bjargar]leysið og harðærið almennt meðal manna.“
Til kirkju fór Jón á uppstigningardag og á trinitatis
og hinn 26. á þing. Varð þinggjald hans 8rd10sk. Alþingis-
tollur 40 fiskar.
Hinn 11. júní 1869 var Jón á hreppamóti á Sigurðar-
stöðum og taldi þar fram. „Menn með sveitaróm [aganum]
Guðbjörgu, er ég þá lofaði að taka — 8. Kýr 1, ær 40, sauð-
ir 12, geml[ingar] 26, hest[ar] 8.“ —
Af hreppastefnunni fór Jón fram í Mjóadal. „Var þá
um leið skrifað upp búið, sem foreldrar mínir hættu við,
og tekur Gísli við jörðinni."
Fimmtudaginn í 9. vikunni færði Jón frá helmingi
ánna, og viku síðar hinum. Ekki varð þó rekið til afréttar
fyrr en 10 vikur af sumri. Voru lömbin alls 89.
Fram að fráfærum var kuldatíð, en þá hlýnaði ögn. Skip
komust ekki fyrr en í 11. og 14. viku fyrir hafís. „Prísar
vondir.“
1 júlí var sem endranær ákaft unnið að öflun bjargræð-
is. Þá fór Jón þann 5. og 27. kaupstaðarferðir til Akureyr-
ar. Hinn 14. fór hann upp í Mývatnssveit. Þá var kven-
maður frá Jarlsstöðum í Arndísarstaðaheiði og fékk 3
fjórðunga af grösum. — Mánudaginn í 13. viku „var
myndazt við að byrja heyskap,“ en margir lágu þá í kvef-
pest. Hafði enginn þurr baggi náðst í mánaðarlokin.
Ekki var ágúst 1869 gæfulegur: „Kalt og þurrviðra-
samt og snjókomur, þegar úr honum hefur komið. 1 18.
viku snjóaði svo, að ekkert var gjört að heyskap í 3 daga
hér.“ 1 viku varð ekkert slegið, og þegar 15 vikur voru
af sumri hafði Jón náð inn 20 böggum af laufheyi og 20
af töðu. 117. viku alhirti hann túnið, og laugardaginn í 18.
vikunni var hann búinn að fá 50 bagga af útheyi. Á af-
mælisdaginn sinn 80 bagga, „og við enda þeirrar viku 100
bagga.“
Hinn 12. okt., viku fyrir vetur, gerði „svo mikinn
blindviðris öskubyl, að fjárskaði varð mikill af hér í sveit
7