Saga - 1977, Blaðsíða 66
60
PETER G. FOOTE
ist úr fornritum á Islandi".45) Orðalag er víða óljóst í
Ljósvetninga sögu, svo að erfitt er að segja, hvort höfund-
ur hennar telur hann ákveðið hafa verið skuldarþræl. Hér
gæti verið um leif að ræða, sem ætti rætur í horfnum
veruleika, en væri ekki einungis söguminni. En sá mögu-
leiki er einnig verður athugunar, að höfundur sögunnar
hafi ekki getað hugsað sér annars konar þræl en skuldar-
þræl á dögum þeirra Gunnsteins bónda og Þorsteins.46)
Misræmi og ófullkomleiki heimildanna kallar á einhverja
samræmingu. Landnáma,bók og sögurnar segja yfirleitt frá
þrælum á 9. og 10. öld á óljósan og stílfærðan hátt, en í
einni þeirra er hins vegar frásögn af skuldarþræli, sem á
að hafa verið uppi um 1050; ömefni og orðasambönd sýna
þræla í ljósi hversdagslegra athafna og við þekkjum lög,
er viðurkenna þrælahald sem stofnun, lög, sem voru í gildi
meira en 200 árum eftir að þrælar virtust horfnir af sjón-
arsviðinu og höfðu þá að því er virðist engu hlutverki að
gegna í þjóðfélaginu, sem varðveitti þau. Við eigum auð-
veldara með að koma þessu heim og saman, ef við ger-
um ráð fyrir að þrælar hafi aldrei verið fjölmennir á Is-
landi en hafi fljótlega samlagast frjálsum mönnum, og
ef við lítum ennfremur á hið sérstæða réttarástand með Is-
lendingum og sögurnar, sem þeir sömdu á 13. öld.
Við getum byrjað á nokkrum almennum ályktunum,
sem ekki er hægt að sanna, en virðast þó trúlegar. Þegar
menn fluttust til Islands, tóku þeir fjölskyldur sínar auð-
vitað með sér, en fluttu aðeins hið besta af búfénaðinum.
Þrælar voru búfénaður, og fjöldi þeirra hefur eflaust ver-
ið takmarkaður í öryggisskyni. Sé það rétt, sem talið hef-
45) 1 sjálfri sögunni er ekki gerð afdráttarlaus grein fyrir því að
ónafngreindi þrællinn sé sama persóna og nafngreindi skuldar-
maðurinn. Björn Sigfússon gerir það hiklaust og það virðist
sennilegt, Ljósvetningasaga, 14. og 21. kap.; sbr. íslenzk forn-
rit X (1940), 77, aths. 3; um tímaröð og tímasetningu sjá
sama rit, xxix, xlvi-1.
48) Sbr. aths. 38 hér að framan.