Saga - 1977, Blaðsíða 136
130 SIGURÐUR RAGNARSSON
indi í Skjálfandafljóti. Hið eina, sem á skorti fullan um-
ráðarétt félagsins, var að fá staðfestingu stjórnarráðsins
á samningum þeim, sem gerðir höfðu verið um Goðafoss
og Bamafoss, en hið opinbera átti hluta í þeim báðum.7)
Fyrir hönd Skjúlfanda önnuðust samningsgerðina þeir
Einar Benediktsson, Guðmundur Hlíðdal, Halldór Jónsson
bankagjaldkeri og Sam Johnson, sem kom hingað til lands
til að kynnast öllum aðstæðum af eigin raun.8) Fór öflun
vatnsréttindanna fram með þeim hætti, er nú skal frá
greint. SJcjúlfandi eignaðist réttindi sín yfir Aldeyjarfossi
með þeim hætti, að ábúendur þeirra jarða, er hlut áttu að
máli, þeir Jón Karlsson á Mýri í Bárðardal og Sveinn
Pálsson í Stóru-Tungu í Bárðardal, seldu Halldóri Jóns-
syni fossinn og land umhverfis hann með samningi, sem
gerður var 26. maí 1908 og endanlega undirritaður 7. júlí
sama ár. Ekki er kunnugt um kaupverð.9) Halldór Jóns-
son seldi síðan Einari Benediktssyni öll réttindi sín yfir
fossinum og afsalaði honum í hendur Einari hinn 17. júlí.
Einar tryggði sér ennfremur réttindi yfir flúðunum bæði
ofan og neðan við fossinn gegn 500 kr. gjaldi í eitt skipti
fyrir öll, þegar byrjað yrði að nota afl fossins. öll þessi
réttindi framseldi hann síðan fossafélaginu Skjúlfanda
með sérstökum gjörningi 22. ágúst 1908.10)
Guðmundur Hlíðdal keypti vatnsréttindi jarðanna Rauð-
ár og Ingjaldsstaða af ábúendum þeirra með samningi dags.
23. ágúst 1908, en framseldi Skjúlfanda þessi réttindi
daginn eftir.11) Sama hátt hafði Sam Johnson á um rétt-
indi, sem hann aflaði sér til stíflugerðar og vatnsveitinga
hjá ábúanda Öxarár í Bárðardal. Samningur þaraðlút-
7) Nefndarálit minnihluta fossanefndar, bls. 50—53 og Þjóðskj.-
safn, Atv.m.skr. 1937, nr. 4328.
8) Ibid. Sjá einnig frásagnir í Austurlandi á Eskifirði 34. tbl. í
ágúst 1908, Isafold 17. apríl 1909 og Þjóðólfi 16. apríl 1909.
») Ibid.
10) Ibid.
u) Ibid.