Saga - 1977, Blaðsíða 192
186
SIGURÐUR RAGNARSSON
umboð til að koma í verð eignarhluta hreppsins í Háafossi
og Hjálparfossi í Fossá. Virðist umboð þetta hafa gilt
á sama hátt gagnvart Sandvíkurhreppi, Stokkseyrarhreppi
hinum forna, Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi
og Hraungerðishreppi. Guðmundur Lýðsson framseldi
Gesti Einarssyni síðan þetta umboð I febrúar 1909. Vatns-
réttindasalan var svo til umræðu á fundi sýslunefndar Ár-
nessýslu dagana 26.—30. apríl 1909. Þorleifur Guðmunds-
son fékk umboðið afhent hinn 24. febrúar 1911, en hann
seldi það aftur í hendur Sturlu Jónssyni hinn 29. janúar
1914. Endanlegur kaupsamningur milli Titans og hreppa
þeirra, sem hlut áttu að máli, var gerður 23. febrúar
1914, en Titan innti greiðslu kaupverðs ekki af hendi fyrr
en sumarið 1916. Gangur mála var nálega hinn sami að því
er tók til vatnsaflsréttinda þeirra, er Gnúpverjahreppur
taldi sér í Gljúfurleitafossi, Tröllkonufossi, Þjófafossi,
Háafossi, Hjálparfossi og Geldingaárfossi. Þó voru mál
hér að því leyti til einfaldari, að hreppsnefnd Gnúpverja-
hrepps veitti Gesti umboðið beint, enda var hann þar á
heimavígstöðvum. Kaupverð vatnsréttindanna var í fyrra
tilvikinu 3 þús. kr., en í síðara tilvikinu var um margfalt
hærra verð að ræða eða 23 þús. kr.
Aðrar sölur hreppanna á vatnsaflsréttindum fóru fram
nokkru síðar. Verður fyrst getið sölu Gnúpverjahrepps á
Búrfelli og Skeljafelli í Gnúpverjahreppsafrétt að svo
miklu leyti, sem vatnsréttindi þar höfðu ekki þegar verið
seld Titan. Hreppsnefnd Gnúpverjahrepps veitti Gesti Ein-
arssyni umboð til að selja umrædd réttindi. Var umboðið
dagsett hinn 9. júlí 1916. Kom mál þetta til umræðu á
aukafundi sýslunefndar hinn 17. júlí, en virðist ekki hafa
gefið tilefni til athugasemda. Gestur gerði síðan samning
um sölu Búrfells og Skeljafells við Einar Benediktsson.
Var sá samningur gerður hinn 28. júlí 1916, en hinn 11.
febrúar 1917 afsalaði Einar öllum rétti, er hann hafði
hlotið með kaupum þessum, í hendur Titan. Var kaupverð
þessara réttinda kr. 25 þús.