Saga - 1977, Blaðsíða 238
230
RITFEEGNIR
ar. Það er algjörlega óskiljanlegt að útgefandi skuli láta handritið
villa sér sýn, því að hann segist sjálfur í Inngangi hafa skrifað
Hugrás upp. Einnig er rétt að minnast þess að séra Páll í Selárdal
(1621—1706) var svo miklu yngri maður en Jón lærði (1574—1658)
að hann er ólíklegur til að skrifa gegn honum.
Víkjum nú aðeins að ritinu, sem eignað er Daða Jónssyni. 1 Inn-
gangi hefur útgefandi fyrirvara um að ekki sé víst að það sé eftir
Daða og virðist mér að það hafi ekki verið ofmælt. Svo mér sé
kunnugt er í eldri ritum aðeins getið um ritgerð eftir Daða á einum
stað fyrir utan handritaskrá (Þorvaldur Thoroddsen: Landfræðis-
saga Islands. II. 51.) Þegar útgáfan í Kennimarki kölska var borin
saman við Lnndfræöissöguna kom í ljós, að um tvö ólík rit er að
ræða. — Nú í ár kom út í Uppsölum bók eftir Jan Wall: Tjuvmjölk-
ande vasen. I. Áldre nordisk tradition. Þetta er fyrri hluti mikils
rits um tilbera, og er þar prentaður kafli úr því riti sem Þorvaldur
eignar Daða, þar sem lýst er hvernig menn hugsuðu sér tilbera á
Islandi á 17. öld. — Rit Daða er aðeins varðveitt í hinu mikla safni
galdrarita í handritinu JS. 606, 4to, sem er aðalhandrit þessarar
útgáfu. Þar er fremst Character bestiæ eftir Pál í Selárdal, en næst
á eftir er annað rit um galdra, sem í öðru handriti af Character
bestiæ er þar í beinu framhald án þess að getið sé um höfund og
er sennilega reiknað með að það sé eftir séra Pál. Þetta rit telur
Páll Eggert Ólason í Handritaskrá sinni vera eftir Daða Jónsson.
Síðan kemur í 606 þriðja ritið sem Þorvaldur Thoroddsen eignar
Daða Jónssyni sýslumanni, en í handritaskrá er sagt, að það heiti
Einföld Declaration, en sé Hugrás, og formálinn fyrir því riti eigi
að vera fyrir framan rit Daða, en sé festur inn á skökkum stað.
Þegar handritið er athugað sést fyrst að formálinn og ritið í heild
eru með annarri pappírsgerð en það sem á undan var, sem bendir
ekki til að ritið hafi ruglast í bókbandi. Þegar kemur undir lok rits-
ins er ný hönd á kafla og virðist svo sem hluti þess hafi skemmst
og jafnvel eyðilagst alveg, en skrifað hafi verið upp það sem hægt
var. 1 þetta rit sem Þorvaldur eignar Daða vantar, og Hugrás byrjar
án fyrirsagnar í miðju kafi og um það bil Vi framan af týndur og
virðist þetta hafa ruglað Pál Eggert. — Eins og fyrr gat finnst
þetta rit ekki annars staðar og verður eyðan í því ekki fyllt. Pislar-
saga séra Jóns Magnússonar finnst einnig aðeins í einu handriti og
Jón Helgason prófessor telur það ekki skrifað handa íslendingum.
(Bibliotheca Arnamagnæana XXXI, bls. 215.) Eftir þessu að dæma
hafa galdrarit notið lítillar virðingar og jafnvel verið eyðilögð vís-
vitandi sökum innihalds. — Mér virðast allar líkur benda til þess að
Þorvaldur Thoroddsen fari með rétt mál og Daði Jónsson sé höf-
undur þessa rits, en ástand handritsins og efnið úr Hugrás hafi