Saga - 1977, Blaðsíða 24
18 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON FRÁ BIÐUM
færslublaðið með biskupanöfnunum og orðunum Romae
consecratur, svo og uppkastið að bréfi Páls þriðja til Jóns
biskups Arasonar. Mgr. Burns sýndi okkur afrit af fyrsta
bréfinu sem páfi hefur sent til Islands. Innocentius þriðji
sendir það biskupunum í Skálholti og á Hólum, þeim
Páli Jónssyni og Brandi Sæmundssyni, ásamt öllum
klerkdómi í landinu. I bréfinu áminnir páfi um vandlæt-
ing og siðferðisbót. Bréfið er ritað 30. júlí 1198 og er að
finna í Islenzku fornbréfasafni, I. bindi, bls. 298.
I framhaldi af þessari ógleymanlegu heimsókn í fræg-
asta skjalasafn veraldar, rifjaðist upp fyrir okkur gömul
beiðni mín varðandi hugsanlegan fund á bréfi ögmundar
biskups til páfa, því enn væri það jafnforvitnilegt sem fyrr
að vita hvað hann kynni að hafa sagt um Jón prest Arason.
Skömmu eftir heimkomu okkar berst svo hraðbréf frá
séra Bullivant þar sem hann segir að bréfið sé fundið,
hann hafi fundið það 2. júlí. Bréf ögmundar biskups er
dagsett 4. júlí 1524, og býðst séra Bullivant til að útvega
af því ljósmynd og óstyttan texta, vélritaðan.
Sem nærri má geta, þóttu þetta góð tíðindi, og var séra
Bullivant samstundis sent skeyti, en hann hafði óskað eftir
því í bréfi sínu að fá sem fyrst að vita hvað hann ætti að
gera í málinu, þar sem starfsmenn skjalasafnsins færu í frí
15. júlí.
Sennilega hefur hann orðið of seinn fyrir, því það er ekki
fyrr en í des. sem Ijósmynd berst af bréfinu, 18x13 cm
að stærð, ásamt óstyttum texta þess. Ekki kannaðist Stef-
án Karlsson handritafræðingur við skriftina sem á því
var, og hann benti á að forvitnilegt væri að vita rétta
stærð á bréfinu og eins í hvaða skjalabindi bréfið hefði
fundist, ef vera kynni að þar fyndist einnig uppkastið
að svarbréfi páfa, því sem prentað er í norska fornbréfa-
safninu. Stefáni lék ennfremur forvitni á að vita, hvernig
hefði verið gengið frá bréfi ögmundar biskups. Þessar
óskir handritafræðingsins sendi ég áfram til séra Bulli-
vants. Um jólaleytið 1976 bárust mér svör hans, sem