Saga - 1977, Blaðsíða 161
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFOKM
155
Dettifossi í Þingeyjarsýslu“. Kvaðst Mr. Barton stefna
að því að virkja fossinn til verksmiðjuiðnaðar. Til slíks
fyrirtækis þyrfti mikið fjármagn, og forsenda fyrir því,
að takast mætti að afla þessa fjármagns, væri, að hann
sjálfur, eða félag, er hann setti í sinn stað, fengi um-
ráða- og notkunarrétt yfir fossinum. 1 sérstöku fylgiskjali
með umsókninni gat m.a. að líta eftirfarandi upplýsingar
um hið fyrirhugaða nýja félag: „The Icelandic Power
Company Ltd. Now being formed will have a capital of
about £ 1.100.000 to commence (kr. 19.800.000). Mr. Al-
fred E. Barton (Chairman or Director)“. Einnig var í
plaggi þessu getið nokkurra fyrirtækja, sem nefndur Bar-
ton átti hlut að sem stjórnarmaður og stjórnarformaður
(„ Alby United Carbide Factories Ltd., North Western
Cyanamide Corp. Ltd. og Carbide Trading Ltd.“) Hlutafé
þessara fyrirtækja var að því er sagt var u. þ. b. 720.000
£, og var samsteypa þessi einu nafni kölluð „the Alby
Group“.51)
Fyrirtækjasamsteypa þessi var á þessum tíma þegar
búin að reisa verksmiðjur erlendis. Þessar verksmiðjur
voru í Noregi, nánar tiltekið í Odda í Hardanger. Fengu
þær orku frá orkuveri, sem var nýlega komið í gagnið þar.
Hér var um að ræða orkuver, sem var í eigu A/S Tysse-
falderne. „Det ble stiftet i 1906 af Eyde, brodrene Wallen-
berg m. fl. Anlægget ... var basert pá bortleie af kraft
til Alby United Carbide Factories, et stort internationalt
selskap, der brukte kraften til fremstilling av karbid og
calciumcyanamid“.5 2) Liggur nærri að álykta, að áhugi
Mr. Bartons á Dettifossi hafi verið sprottinn af því, að
samsteypa sú, er hann veitti forstöðu, hafi verið á hött-
unum eftir meiru af ódýrri orku til verksmiðjurekstrar
eHendis.
Stjórnarráðið sendi hinn 22. marz 1911 skeyti til ís-
Ibid.
52) Ævisaga Sam Eyde í NBL, bls. 617.