Saga - 1977, Blaðsíða 180
174
SIGURÐUR RAGNARSSON
ir þetta né heldur umboðslaun. Samningurinn gerði ráð
fyrir því, að kaupverð réttindanna yrði kr. 11 þúsund, ef
um kaup yrði að ræða, en í því tilviki, að um leigu yrði að
ræða, átti hún að nema kr. 660 árlega. Umboð það, sem
samningurinn fól í sér, gilti til 1. janúar 1914 og var kveð-
ið á um það í samningnum, að hr. Brillouin mætti „ekki
nota umboð þetta í neinum gróðatilgangi sér til handa",
heldur seldi hann fossinn í hendur starfsfélagi því, sem
hefði í hyggju að nota Þjórsárfossana.
Hinn 17. janúar 1912 sótti Brillouin enn um staðfest-
ingu stjórnarráðsins, og var hún nú auðsótt mál af þess
hálfu. Þeir Klemens Jónsson landritari og Jón Hermanns-
son skrifstofustjóri afgreiddu málið, og var samþykki ráð-
herra veitt með bréfi 29. janúar 1912.22) Síðan var gerður
leigusamningur og hann undirritaður 9. febrúar 1912. Þar
var m.a. tekið fram, að nota mætti vatnsaflið til hvers kyns
atvinnurekstrar, bætur voru áskildar fyrir landsnytjar,
skaða og átroðning. Gildistími samningsins var 100 ár frá
1. janúar 1912 að telja. Ársleigan var kr. 660 og skyldi
greiðast 1. júní ár hvert, í fyrsta skipti 1. júní 1912. Þó
skyldi leigan eigi vera nema kr. 66 á ári þangað til 1. janú-
ar 1915, nema áður yrði byrjað að nota fossinn eða
gera mannvirki við hann. Einnig hafði samningurinn að
geyma ákvæði um það, að öllum rétti samkvæmt samningn-
um væri fyrirgert, ef ekki yrði byrjað á mannvirkjum til
notkunar fossaflinu fyrir 1. janúar 1916.23)
Það sannaðist enn á ný í þessu tilviki, að íslenzk stjórn-
völd voru reiðubúin til að leigja fossafélagi af erlendum
toga vatnsréttindi hins opinbera. Hér var þó kveðið á um,
að leiguréttur félli niður, ef framkvæmdir hæfust ekki
innan tiltekins tíma. Þetta ákvæði miðaði að sjálfsögðu að
því að endurheimta til hins opinbera vatnsréttindi, sem
ekki yrðu notuð, þannig að ekki væri verið að braska með
22) Ibid.
23) Ibid.