Saga - 1977, Blaðsíða 126
120
SIGURJÓN EINARSSON
daginn, og vísaði hann til laga þar um og venjulegs siðar
á íslandi. Urðu um þetta miklar deilur í héraði og málið
síðan kært til konungs.
Niðurstaðan varð sú, samkvæmt konungsbréfi, að séra
Benedikt var dæmdur í 12 ríkisdala sekt, og á það bent, að
sá staður laganna, sem hann skírskotaði til ætti aðeins við
um „Horer og Skjoger, hvoriblandt Ægte-Koner ikke kan
regnes“.'J) Var nú svo fyrirskipað í konungsbréfinu, að
leiða skyldi konur í kirkju, jafnt fyrir það, þótt barn kunni
að hafa komið undir, áður en hjónavígsla fór fram. Þeim
biskupum, Gísla Magnússyni á Hólum og Finni Jónssyni
í Skálholti var sent bréf um þetta, og einnig „stiftbefal-
lingsmand" Rantzau greifa skrifað um málið, svo að enginn
vafi gæti framar leikið á, ef slíkt mál kynni að rísa aftur.
Um líkt leyti varð kirkjuleiðsla konu kveikja að deilu
norður á Ströndum, en sú deila reis vegna þess, að prest-
urinn, séra Vigfús Benediktsson, auknefndur Galdra-Fúsi,
neitaði að leiða konu til kirkju og bar því við, að eigin-
maður hennar væri of snemma á ferðinni; óskaði prestur
þess, að kirkjuleiðslan yrði látin dragast eina viku enn, til
næsta sunnudags. Eiginmanninum var hins vegar svo mikið
í mun, að konan yrði leidd í kirkju, að hann gerði sjálfur
„nokkurn sermon fyrir kirkjudyrum og tilsagði konu sinni
að ganga inn og setjast í sitt venjulega sæti“.9 10)
Séra Vigfús kærði þetta athæfi fyrir Finni Jónssyni
biskupi, en biskup taldi, að prestur hefði gengið of langt í
smámunasemi og réð honum að láta málið með hægð nið-
ur falla, umgangast sóknarbörn sín með hógværð og leit-
ast við að ávinna sér hylli þeirra.
Mál þetta getur hins vegar stutt þá skoðun, að bændum
hafi oft verið æði mikið í mun að fá konur sínar leiddar
9) Lovsamling for Island, III., bls. 463—466.
10) Sjá Einar Bragi: Þá var öldin önnur, I., bls. 101—102, Rvík
1973 og Þjs. Bps. A, IV., 16, bls. 35—38.