Saga - 1977, Blaðsíða 204
198
SIGURÐUR RAGNARSSON
fjöllunar í fossanefndinni, sem nú var setzt á rökstóla.
Bréfið, sem dagsett var í Kaupmannahöfn hinn 15. febrúar
1918, barst til atvinnumálaskrifstofu stjórnarráðsins frá
íslenzku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn.2) Það var
undirritað af hinum dönsku stjórnarmönnum félagsins,
þeim N. Monberg og C. Jarl. 1 bréfinu harmaði stjórn fé-
lagsins, að sérleyfisumsókn þess hefði ekki hlotið fullnað-
arafgreiðslu á alþingi árið áður. Taidi stjórnin þetta þeim
mun verr farið sem fjármagn til virkj unarinnar hefði
verið til reiðu, ef sérleyfið hefði fengizt þá um sumarið. Þá
var sú skoðun áréttuð sterklega í bréfinu, að því fyrr, sem
sérleyfi yrði veitt, þeim mun meiri líkur væru á, að unnt
mundi reynast að afla hins nauðsynlega fjár. Stjórn fossa-
félagsins vakti í bréfinu athygli stjórnarráðsins á því, að
ástand og horfur í fjármálaheiminum væru að breytast og
fórust henni svo orð um það atriði: „De okonomiske For-
hold i Danmark er allerede ved at forandres og de mange
disponible Pengemidler, der har været til stede, forsvinder
mere og mere, og hvad enten Krigen varer længere eller
kortere vil der indtræffe en ret pengeknap Periode". Það
er með hliðsjón af þessum framtíðarhorfum, sem stjórn
félagsins krefur íslenzku landsstjórnina skýrra svara um
mál félagsins þegar í stað. I niðurlagi bréfsins var sú skoð-
un látin í ljós, að framkvæmdaáformum félagsins væri
stefnt í tvísýnu, ef það drægist til þingsins 1919 að veita
endanlegt svar. Af bréfi þessu má ráða, að á fyrri hluta
árs 1918 var áhugi forráðamanna fossafélagsins ísland á
framkvæmdum enn til staðar, og þeir töldu sig hafa bol-
magn til þeirra. Stjórnarráðið virðist ekki hafa treystst
til að gefa nein skýr svör við erindi þessu, heldur sendi
það fossanefndinni svo sem eðlilegt mátti teljast miðað
við þau verkefni, sem henni höfðu verið falin.3) 1 þessu
sambandi er rétt að geta ummæla, sem Steingrímur Jónsson
2) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 2, nr. 787.
3) Sjá Alþingistíðindi 1917 A, bls. 1545, þskj. 964.