Saga - 1977, Blaðsíða 197
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 191
Samtals mun fossafélagið Titan hafa greitt um 300 þús.
kr. fyrir vatnsréttindi sín og landsvæði þau, er það keypti
í Skildinganesi við Skerjafjörð haustið 1918.22) Þetta var
verulegt fé á þeirra tíma mælikvarða, enda gilti hér sem
endranær, að talsverðu þarf til að kosta, ef takast á að
ná því marki, sem hátt er sett. Þetta beinir athygli okkar
að þeirri spurningu, hvað Titan ætlaðist fyrir með vatns-
réttindi sín og aðra aðstöðu hér á landi.
Itarlegust svör við þeirri spurningu er að finna í „rauðu
bókinni", sem áður var nefnd.23) Skömmu eftir stofnun
félagsins réð stjórn þess til sín kunnan norskan vatns-
virkjafræðing, G. Sætersmoen. Hann dvaldist hér á landi
þrjú sumur, 1915—1917, og ferðaðist meðfram Þjórsá
endilangri og þverám hennar frá ósum til upptaka. Honum
til aðstoðar voru norskir verkfræðingar, en einnig Islend-
ingar, svo sem Sigurður Thoroddsen verkfræðingur. Sæt-
ersmoen og aðstoðarmenn hans gerðu landmælingar, halla-
mælingar, vatnshæðar- og vatnsrennslismælingar, og var
skýrsla hans og áætlun um virkjanir reist á þeim niður-
stöðum, sem þannig fengust. Hér var tvímælalaust um að
ræða langviðamestu rannsóknir á vatnsafli og virkjunar-
kostum, sem gerðar höfðu verið hér á landi til þess tíma,
þótt ekki uppfylli þær nútímakröfur í þessu efni. Má í því
sambandi benda á, að Sætersmoen dvaldist aldrei hérlend-
is vetrarlangt, meðan á rannsóknunum stóð. Hann van-
metur því ísingarhættuna í Þjórsá, og það þótt vatnshæðar-
mælingar mistækjust á vetrum einmitt vegna íss í ánni.
1 áætlunum Sætersmoens var gert ráð fyrir alls sex orku-
verum. Áttu fimm þeirra að vera í Neðri-Þjórsá, við Urr-
f> Laust mál, bls. 694.
~3) Sjá um þetta atriði einnig Tímarit VFÍ 1966, 3.—6. hefti, grein-
ina Búrfellsvirkjun 1918 eftir Steingrím Jónsson, bls. 33—42.
Ennfremur Laust mál, bls. 694—698, og sérleyfisumsókn félags-
ins frá 25. marz 1919.