Saga - 1977, Blaðsíða 56
50
PETER G. FOOTE
horf koma fram í málshættinum „I þörf er þrællinn þekk-
astur“, sem ásamt nokkrum öðrum áþekkum virðist geta
verið af fornum íslenskum uppruna. Hins vegar er best að
fara að öllu með gát, því að Islendingar hafa löngum
getað klætt næstum hvað sem er í íslenskan búning.
Ef við athugum merkingar, sem orðið þræll og skyld
hugtök hafa í norrænum málum, finnum við kannski eitt-
hvað eima eftir af reynslu þrælahaldara og þrælakaup-
manna snemma á miðöldum. Notkun orðsins „slave“ í
ensku vekur um fram allt hugmyndir um erfiðisvinnu og
undirgefni, kúgun og þrælsótta. 1 nútímaíslensku eins og
öðrum málum er svipuð merking falin í orðinu þræll, aðal-
áherslan lögð á stritið, en bæði færeyska og íslenska rýmka
merkinguna með því að eigna þrælum hrottaskap og und-
irhyggju. Eftir að Blöndal hefur skýrt upprunalega merk-
ingu orðsins þræll, kemur hann með afleiddar merkingar
s.s. „skurk, slyngel; haardhændet og brutal; stivsindet og
haard“, og Árni Böðvarsson skýrir þræll með „óþokki,
fantur, þrælmenni" (það orð skýrir hann aftur með „fant-
ur, óþokki, harðleikinn maður“); „hörkutól, brögðóttur,
viðsjáll maður“.26) Færeyskan hefur bæði trælur (-s, -ir
og -ar) í merkingunni þræll og trællur (-s, -ar), sem þýðir
bæði þræll og viðsjáll maður, þorpari og fantur.27)
Hrottaskapurinn kemur líka fram í mörgum samsettum
orðum í íslensku, sem byrja á þræla-, og þræl- er notað
sem áhersluforliður. Þetta atriði hefur verið borið saman
við notkun træls sem lýsingarorðs í dönskum mállýskum,
einkum jósku.28) Vitanlega þarfnast þetta langtum ræki-
20) Sjá orðabók Blöndals og íslenzk orðabók (1963) eftir Árna
Böðvarsson.
27) Sjá M. A. Jacobsen og Chr. Matras, Föroysk-dönsk orðabók2
(1961).
28) Sbr. Blöndal, þrælabragð, -leikur, -reið, -tök; þræl- („som förste
Sammensætningsled, forstærkende"); þrælslega; þræl(s)sterk-
ur; Niels Áge Nielsen, Dansk etymologisk Ordbog2 (1969), sja
undir „træls“.