Saga - 1977, Blaðsíða 120
114
SIGURJÓN EINARSSON
inn í Oslo spyr hann, hvað eigi eiginlega að gei’a við
skækjurnar, sem óski þess að vera leiddar í kirkju eftir að
hafa alið barn. Sjálandsbiskup svarar á þá leið, að „skoger
og lose kvinder skal man ikke lede i kirke, for at der kan
være forskel imellem dannekvinder og uærlige kvinder,
hvilket altid har været overholdt".3)
Þessi afstaða, sem hér kemur fram í orðum lútersku
biskupanna, var einstrengingslegri en í katólskum sið og
helst víst í hendur við aukið eftirlit og afskipti stjórn-
valda af hegðun fólks, sér í lagi barneignum, og má í því
sambandi benda á tilkomu Stóradóms 1564. Nokkrum öld-
um síðar, þegar nýjar hugmyndir höfðu rutt sér til rúms
verður þessi stéttaskipting siðarins til þess að afla honum
andúðar, svo að hann leggst niður á þessari öld.
Guðfræðilega séð var afstaða siðaskiptamanna í sam-
ræmi við skoðanir þeirra. 1 fyrsta lagi að leggja niður allt,
sem minnti á fórnarþjónustu og í öðru lagi, að þar sem
nú var litið svo á, að konan væri ekki óhrein, þótt með
barni væri, — þá var hreinsunarathöfnin fallin um sjálfa
sig, m. ö. o., — það var ekkert að hreinsa. En hins vegar,
— þá hafði kirkjuleiðslan dregið línu milli giftra kvenna
og ógiftra, milli „ráðvandra og óráðvandra", og því fór
margt öðruvísi en ætlað var.
Það er heldur ekki að efa, að trúin á óhreinleikann hafi
í katólskum sið skapað konunni þann frið, sem hún naut
eftir barnsburð, og þegar nú svo var komið, að því var
ekki lengur trúað, að hún væri óhrein, þá hefði flest farið
úr böndum, ef siðnum hefði ekki verið haldið og konan
orðið býsna vamarlaus gagnvart manni sínum, sem leit á
hana sem eign sína og vildi hafa af henni fullt gagn bæði
við borð og sæng.
Þessu til rökstuðnings má benda á Visitatsíubók Péturs
Palladíusar Sjálandsbiskups, en hann var á siðaskiptatím-
anum eins konar yfirbiskup danska ríkisins og var af kon-
3) Troels-Lund: Dagligt liv i Norden, IV., bls. 385.