Saga - 1977, Blaðsíða 237
Ritfregnir
KENNIMARK KÖLSKA (Character bestiæ). Lýður
Björnsson sá um útgáfuna. Reykjavík (Isafoldarprent-
smiðja) 1976.
Síðastliðinn vetur kom út bók sem ber heitið Kennimark kölska
(Character bestiæ). Lýður Björnsson sá um útgáfuna. Um þessa bók
fjallaði ég lítillega í ritdómi í Þjóðviljanum 29. des. 1976. Ég tel þó
fyllstu ástæðu til að ritdæma hana hér að nýju, enda er ýmislegt
betur kunnugt um bókina nú og einnig er rétt að ritdómur um
fræðirit birtist í tímariti, ef hæfa þykir að hann gleymist ekki alveg.
1 bók þessari eiga að vera þrjú rit eftir tvo höfunda: Character
bestiæ eftir Pál Björnsson í Selárdal, annað rit eftir hann gegn
Jóni lærða og loks rit eftir Daða Jónsson sem nefnt er Um galdra
í útgáfunni.
Um seinna ritið, sem Páll er sagður hafa samið, er það að segja
að titill í handritinu Lbs. 478, 4to hefur villt útgefanda heldur bet-
ur, en þar stendur: „Lítið ágrip af skrifi séra Páls í Selárdal móti
Jóni Guðmundssyni um álfafólkið.“ — 1 útgáfunni stendur hér að
vísu álfafólk. Þetta rit er ekki til og er þessi titill í handritinu
rangur, því að þetta er hluti úr öðru riti, Hugrás eftir séra Guð-
mund Einarsson á Staðarstað, sem hann samdi árið 1627 gegn
Fjandafælu Jóns lærða, en það kvæði orti Jón gegn Snjáfjalladraug
1611. Það hefur mér alltaf þótt merkilegt, hvers vegna lítið er í
Hugrás talað um ókristilegheit í Snjáfjallavísum síðari, sem taldar
hafa verið rammasta særingakvæði á íslensku og ortar eru ári
síðar, en Fjandafæla aftur á móti er ekki eins römm. í Hugrás gekk
séra Guðmundur mjög skipulega til verks og heitir fyrri hluti verks-
ms: „Fyrri partur þessa bæklings um höggorminn, sem réttur og
boginn gengur að því verki að spilla vorri sáluhjálp." Þessi hluti
er rösklega tveir þriðju af ritinu, en seinasti þriðjungurinn er „...
u® þann dikt (Fjandafæluna) sem Jón Guðmundsson ort hefur.“
Hér telur Guðmundur upp átta villukenningar í kvæðinu af djöful-
legum uppruna, sem hann tætir niður af miklum lærdómi lið fyrir
lið. Kaflinn sem eignaður er Páli er hluti úr 5. og 4. kenningu, en
tær eru í óspilltri gerð Hugrásar langskemmtilegustu kaflar henn-