Saga - 1977, Blaðsíða 205
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 199
fyrrv. rafmagnsstjóri lét falla í viðtali við Guðmund Daní-
elsson.4) Þar kemur fram, að á árinu 1918 hafi N. Mon-
berg skrifað Jóni Magnússyni forsætisráðherra persónu-
lega og leitað hófanna hjá honum um, hvort ekki myndi
unnt að fá virkjunarleyfi í Sogi vegna iðnaðarframkvæmd-
anna. Kveður Steingrímur Jón Magnússon hafa kynnt
þetta erindi Monbergs óformlega fyrir ýmsum þingmönn-
um, en það fengið daufar undirtektir og því aldrei komið
fram. Þá upplýsir Steingrímur í viðtalinu, að með bréfi
Monbergs hafi fylgt virkjunaráætlun, unnin af þekktum
manni á því sviði, Alexanderson að nafni.
Víkur þá sögunni frá Sogi og að Hvítá og verður hér á
eftir rakið nokkuð, hvernig háttað var sölu og leigu vatns-
réttinda í því mikla fallvatni og hvaða aðilar komu eink-
um við þá sögu. 1 Hvítá beindist athygli manna að von-
um fyrst að Gullfossi. Ásælnin eftir honum hófst þegar
í upphafi síðari lotunnar í fossakaupum og fossaleigu á
árunum 1906—1907. Frásagnir af því, hvernig upphaf
þess máls bar að, eru nokkuð samhljóða, en þó heldur óljós-
ar.5) Þjóöólfur vék að Gullfossi í grein, sem bar yfirskrift-
ina „Island fyrir lslendinga“. Hér var um að ræða ítarlega
, og stefnumarkandi grein, sem skrifuð var í tilefni af sam-
þykkt fossalaganna. Birtist greinin í tveimur tölublöðum
blaðsins. Þar var látin í Ijós sú skoðun, að það væri „hrein-
asta furða, hvernig það hefur slampazt af hingað til, að
fossamir ... skuli ekki vera í höndum útlendinga meir
en orðið er ...“ Þakkaði blaðið það því, „að eftirspumin
hefur ekki verið svo ýkja mikil og naumast nokkur að ráði
fyrr en nú síðustu árin“. Þá vék blaðið að Gullfossi sér-
staklega og sagðist þá svo frá: „I sumar falaði Englending-
ur nokkur í nafni einhvers erlends félags fegursta foss
4) Guðmundur Daníelsson: Ölfusá og Sogið, bls. 331—332.
5) Þjóðólfur, 18. okt. 1907 og 28. febr. 1909. Greinin Sigríður í
Brattholti eftir Guðríði Þórarinsdóttur, sem birtist í ritinu Inn
til fjalla II, Reykjavík 1953.