Saga - 1977, Blaðsíða 239
RITFREGNIR
231
villt Pál Eggert. Það þykir mér mjög benda til þess, að Páll í Selár-
dal hafi samið ritið, sem Lýður eignar Daða, að í handriti þess er
klausa á hebresku, sem þá var ekki á færi annarra en fárra, en
þar á meðal Páls. Ritið er einnig fullt af klerklegum lærdómi, en
um skólagöngu Daða er ekki vitað. Hitt ritið hefur meira efni um
íslenska galdratrú, sbr. það sem áður sagði, og er það eðlilegra ef
lítt lærður maður hefur samið ritið. Fleira mætti og til tína. Virðist
mér því flest benda til þess, að Daði sé ekki höfundur rits þess sem
Lýður eignar honum, heldur sé það eftir Pál í Selárdal, en frá Daða
er aðeins kominn formálinn í útgáfunni. Páll er vissulega höfundur
meginhluta bókarinnar, því að Character bestiæ er lengsta ritið, en
af þremur ritum bókarinnar eru tvö ranglega höfundargreind.
Undarlegt verður að þykja, að höfundur skuli nota 606 sem aðal-
handrit við útgáfu á Character bestiæ, því að vitað er um annað
handrit þess litlu eldra, sem skrifað er í næsta nágrenni. J.S. 606,
4to er skrifað í Arney á Breiðafirði 1771, en hitt í Svefneyjum
1753. Að minnsta kosti hefði þurft að gera grein fyrir því í Inn-
gangi hvers vegna það er ekki notað, og við lauslega athugun sá ég
eitt dæmi þess, að 606 hefur verstan texta, sem þó er prentaður.
Um textann er annars það að segja, að mjög hneykslanlega er með
hann farið, því að hann er leiðréttur næstum eins og skólastíll. Þar
á ég ekki við að stafsetningin skuli vera færð til núgildandi horfs,
sem vitanlega er sjálfsagt, heldur þegar útgéfandi bætir inn orðum
einkum í samtengingar og er það til þess að stíll spillist, en þó er
verra, þegar breytt er háttum sagna og orðmyndum. Sumt af þessu
getur e. t. v. stafað af mislestri, sem mikið er um, t. d. má nefna,
að í kaflanum úr Hugrás, sem eignaður er Páli í Selárdal, er villu-
menn lesið viskumenn og vasar lesið ráfar, sem bendir til mjög
óvans lesara. Ekki er heldur svo að sjá að lesið hafi verið saman
við handrit, því að sums staðar vantar í orð og jafnvel setningar.
Ekki er annað hægt en dást að Lýð fyrir kjarkinn að vilja reyna
að kljást við rit Páls í Selárdal, því að víða er vitnað í tungumál,
Sem fáir kunna hér og ýmsa lítt þekkta höfunda. Útgefandi hefur
°ft farið þá leið að sleppa setningum þar sem orð úr fjarlægum
tungum koma fyrir, enda skrifarar óskólagengnir og því meiri
hætta á afbökunum. Skýringar, sem eru mikið vandaverk, eru marg-
ar aftast í bókinni með mörgum gagnlegum tilvísunum, en mjög
skortir á að þær séu aðgengilegar, því að ekki er auðkennt í texta
hvað skýrt er, og skýrð atriði eru ekki í sömu röð í skýringunum og
textanum. Gaman væri að hafa bækur þær sem séra Páll vitnar
oftast í, en þær eru eflaust fæstar til hérlendis. Það er ekki víst,
að þessir menn hafi á allan máta verið eins frumlegir og álitið hefur
verið.