Saga - 1977, Blaðsíða 243
RITFREGNIR
235
fjölgun slíkra minningargreina hina síðari áratugi hafi mjög auð-
veldað skrásetjendum öflun vitneskju um skörungsfólk úr röðum
bænda, sjómanna og verzlunarfólks.
Hér skal ekki gerð nein alvarleg tilraun til að setja út á val ævi-
skránna, enda virðist það í heild vel heppnað. Þó má benda á, að í
ritinu er að ifinna æviskrár fáeinna manna, sem fluttust á unga
aldri frá Islandi, kvæntust erlendum konum og sneru aldrei aftur
né börn þeirra; það virðist orka tvímælis að þeir eigi heima í íslenzk-
um æviskrám. Á hitt má þó benda á móti að þessir menn kunna að
hafa aflað Islandi og Islendingum góðs orðstírs erlendis.
Deila má um, hversu rækilegar hinar einstöku æviskrár — um-
sagnir — eigi að vera. 1 fyrri bindum ísl. æviskráa var fylgt all-
ákveðnum reglum í þessum efnum, og að sjálfsögðu er þeim í megin-
dráttum fylgt hér áfram. Börn eru talin upp — einnig óskilgetin
börn og kjörbörn, og verður að vona að fá þeirra hafi fallið und-
an, — en fæðingardagar og -ár foreldra og barna eru ekki tilgreind,
sem þó er gert í ýmsum starfsgreina„tölum“. Um þessi efni er unnt
að fylgja skýrt afmörkuðum reglum. Málið vandast hins vegar nokk-
uð þegar meta verður hversu rækilega skuli tilgreina félagsstörf
manna. Er t. d. ástæða til að nefna að þeir hafi starfað í söngkór
eða bindindisfélagi, hafi þeir ekki gegnt þar sérstökum trúnaðar-
störfum? Líklega má segja, að í þessu efni stígi höfundar VI. bindis
Æviskránna stöku sinnum yfir mörkin og tíni fullmargt smátt til. —
Þá getur verið álitamál, hvort skrásetjari eigi að leyfa sér að gefa
mönnum einkunnir fyrir dugnað, listfengi og þess háttar. Páll Egg-
ert Ólason gerði þetta alloft í fyrri bindum Æviskránna, þó ekki
eftir föstum reglum, heldur virðist eðli heimildanna oft hafa ráðið
úrslitum um, hvort menn fengu þessar einkunnir eða ekki. Dæmi um
þessar umsagnir er, að um einn 18. aldar prest segir: „Var hraust-
manni, smiður, málari, kennimaður góður og hagorður." (Isl. æv. II,
113). Allvíða í VI. bindinu má finna umsagnir keimlíkar þessari;
dæmi um 20. aldar bónda: „Breytti jörð sinni við erfið skilyrði í
stórbýli með ræktun, húsabótum, rafstöð ...“ (Isl. æv. VI, 287).
Líklegt sýnist að þessar einkunnir í nýja bindinu séu teknar eftir
loflegum minningargreinum í blöðum og tímaritum. Þó að um lof
sé að ræða, mun í blöðunum sjaldan ranglega sagt frá um þessi
efni, og verður að telja að þessar umsagnir eigi rétt á sér hér ekki
síður en í bindunum, sem Páll Eggert samdi, aðeins hefði mátt
reyna að koma á fót einhverri reglu um það, hverjir fengju birt um
sig slík ummæli og hverjir ekki.
Aftarlega í bókinni er að finna leiðréttingar og viðauka við I.—V.
bindi. Hér hafnar Einar Bjarnason margri ættfærslu Steins Dofra