Saga - 1977, Blaðsíða 52
46
PBTER G. FOOTE
samband milli mannanafna og þrælastéttar. Þó er auð-
sætt, að sagnaritarar hafa talið geðrænt nafn eins og
Svartr tilvalið þrælsheiti. Keltnesk nöfn og stöku nafn af
þýskum uppruna er að finna meðal þrælsheita í Landnámu,
en sams konar nöfn finnast einnig á frjálsbornum mönn-
um.14)
Mjög hæpið virðist að telja Ambáttarkot og Þrælsgerði
með ósviknum fornum bæjanöfnum,15) og þá virðumst við
standa uppi með eitt einasta bæjarnafn, sem gefur ótví-
rætt í skyn að um þrælasamfélag hafi verið að ræða á
Islandi. Orðið leysingi (leysingr) merkir einkum maður,
sem er laus úr ánauð, og við þekkjum þrenna Leysingja-
staði á Islandi. Leysingjastaðir í Hvammssveit eru fyrst
nefndir í Gunnlaugs sögu, en hún er rituð seint á 13. öld.
Höfundurinn er að tala um tímabilið fyrir árið 1000 og
gerir staðinn að hjáleigu frá Hjarðarholti — ef til vill
hugsað út frá bæjarheitinu — en þegar jörðin er fyrst nefnd
í skjölum er hún sjálfstæð jörð.10) Aðrir Leysingjastaðir
14) Um nöfn þræla sbr. A. E. Eriksen, Nordisk Universitets-Tid-
skrift, 7. Aarg-angs 3. Hefte (1861), 22; Magnus Olsen, op. cit.,
114; Kr. Hald, „Trællenavne", Kulturhistorisk leksikon XIX
(1975), 27—8.
15) Finnur Jónsson, Safn til sögu íslands IV (1907—15), 457, telur
að Ambáttarkot geti verið með elstu fcota-nöfnum, en Ólafur
Lárusson hefur sýnt fram á, að það er frá 17. öld, sjá Byggð
og saga (1944), 54 og Jarðabók VIII (1926), 149-50; Finnur
Jónsson hefur Þrælsgerði sem bæjarnafn í Húnavatnssýslu, en
það virðist rangt, sbr. Jarðabók VIII (1926), 184, 213. Noregur
virðist hafa Þrælaland, *Þrælaþveit, og *Þrælastaði, sbr.
Magnus Olsen, op. cit., 114, og Nordisk kultur V (1939), 22, 27.
lc) Gunnlaugs saga, 3. kap.; Diplomatarium, Islandicum II (1893),
716—7. — Njáls saga nefnir þrjár kynslóðir í köflunum 39 og
130, þá Sigtrygg leysingja, Þórð Sigtryggsson leysingjason og
Þórð leysingja Þórðarson. Heitið kynni að hafa haldist sem við-
urnefni. 1 yngri textum virðast leysingi og lausungi ganga á
víxl (sbr. aths. 17), þannig að hið fyrra gæti einnig táknað
lausamann, án tillits til uppruna. Raunar er ósennilegt að þessi
yfirfærða merking sé notuð í elstu staða-nöfnum. Eina náttúru-