Saga - 1977, Blaðsíða 244
236
RITFREGNIR
á miðaldafólki í fyrri bindum, og virðist fyllsta ástæða til að ætla,
að Einar hafi oftast réttara fyrir sér. Þá er hér leiðrétt margt af
prentvillum og minni háttar villum.
Hið nýja bindi af íslenzkum æviskrám er vel úr garði gert hið
ytra og í fljótu bragði verður ekki séð að margt sé þar af prent-
villum. Að vísu er naumast unnt að gefa út bækur af þessum toga,
fullar af mannanöfnum og ártölum, án þess að einhverjar vitleysur
slæðist inn, og því má búast við að villur séu í bókinni. Hitt er
ljóst, að með útgáfu þessa bindis uppfyllir Bókmenntafélagið brýna
þörf á mjög svo sómasamlegan hátt.
Björn Teitsson.
Björn Haraldsson: KAUPFÉLAG NORÐUR-ÞING-
EYINGA 1894—1974. SAMVINNAN 1 NORÐUR-
SÝSLU. MANNLlF VIÐ YZTA HAF. Reykjavík
(Prentsmiðjan Edda hf.) 1976.
Björn Haraldsson hefur tekið sér fyrir hendur að skrá afmælisrit
kaupfélags síns, en markað efni sitt rúmt, eins og undirtitlar sýna,
svo að bókin er með köflum héraðssaga frekar en kaupfélags-.
Bókin er alllöng, um 180 stórar lesmálssíður (og þar að auki
ómissandi nafnaskrá, andlitsmyndir kaupfélagsstarfsmanna fyrr og
síðar og aðrar myndir á 14 síðum, margar skemmtilegar), og efnis-
mikil, því að ógrynni fróðleiks er þar saman dregið, raunar miklu
meira en rúmast í samfelldri frásögn. Höfundur velur því þann
skynsamlega kost að verja aðeins þriðjungi bókarinnar til sögurakn-
ingar í samfelldri tímaröð. Er þar talsvert sagt frá forsögu og
stofnun Kaupfélags Þingeyinga (og þar farnar troðnar slóðir),
tekin upp merkileg frásögn Jóns Jónssonar Gauta af upphafi Kaup-
félags Norður-Þingeyinga, en mjög hratt farið yfir söguna frá
1916; þó er framkvæmda- og afkomuannáll kaupfélagsins fróðlega
tengdur héraðshögum og viðskiptasögu landsins.
Tveir þriðjungar bókar eru svo þáttasyrpa, bæði um starf og
starfshætti kaupfélagsins og um almenna héraðssögu. Margt er þar
einkum forvitnilegt fyrir heimamenn, frásagnir af einstökum mönn-
um, nafnarunur, meira að segja upptalning húsbygginga og bu-
settra fjölskyldna á Kópaskeri frá upphafi; en annað er þakkar-
vert framlag til þjóðarsögunnar. Mörgum hygg ég muni finnast
hvað fróðlegast að lesa um atvinnusögu Raufarhafnar. Einnig eru
margar frásagnir af kaupfélaginu merkilegar til samanburðar við
sögu annarra samvinnufélaga.