Saga - 1977, Blaðsíða 166
160
SIGURÐUR RAGNARSSON
værnething“. Síðan sagði í bréfinu: „Derimod vil det, hvis
vort selskab skal kunne gj ennomfore sine hensikter med
de islandske vandfald det erhverver, være en umulighed
at indgaa paa det andet av det hoie ministeriums fremsatte
krav, at „selskabets aktionærforsamlinger skulde afholdes
her i landet“.“ 1 bréfinu var því haldið fram, að ekki væri
gerð krafa um slíkt „i noget europæisk land“, og mundi
þetta ákvæði, ef að því yrði gengið, leiða til annars af
tvennu: Að hluthafarnir, sem flestir væru útlendir, yrðu
að fara til Islands, hvenær sem hluthafafundur ætti að
taka ákvarðanir, „men umuligheden herav er selvindlys-
ende“ eða þá að „man maatte lade kravet opfyldes ved det
rene proformaværk: at de virkelige og besluttende aktion-
ærmöder holdes i udlandet og derefter avgjörelserne sendes
op til Island for der at gjentages af personer som udsty-
res med begrenset og bindende fullmakt og ingen selv-
stendig avgjorelse kan træffe men alene fungerer som
automatiske sandpástroere". Var í bréfinu lögð þung á-
herzla á, að slíkt fyrirkomulag væri hvorki „moralsk til-
talende“ né „praktisk hensigtsmæssigt“ og mundi gera fé-
laginu örðugra um vik við útvegun nauðsynlegs fjármagns.
Var þess því farið á leit, að stjórnarráðið félli frá um-
ræddri kröfu. Loks var í bréfi þessu vakin athygli á því,
að þegar virkjun fossanna hæfist, myndi öll meginstarf-
semi fossafélagsins verða hér á landi, og málin því horfa
öðruvísi við.
Stjómarráðið hafði nú hröð handtök, því að með bréfi
dagsettu hinn 20. apríl tilkynnti það Eggert Claessen, að
það liti svo á að fossahlutafélagið Skjálfandi hefði nú
„fullnægt skilyrðum þeim, sem sett voru í bréfi héðan
til hr. Eggerts Claessen dags. 10. okt. f. á. .. .“7) Stjórn-
arráðið veitti nú fullnaðarstaðfestingu á samningunum
um vatnsmiðlun í Ljósavatni og kvaðst ennfremur mundu
7) Atvinnumálaskrifstofa Db. 2, nr. 732.