Saga - 1977, Blaðsíða 154
148
SIGURÐUR RAGNARSSON
ræðunum voru þeir Ari Arnalds og Einar Arnórsson. Auk
þeirra voru í fyrirsvari fyrir félagið þeir Einar Hjörleifs-
son, Guðmundur Jakobsson og Páll Torfason.26) 1 tengsl-
um við þá miklu peningamálaumræðu, sem fór fram um
þessar mundir, komu fram nánari upplýsingar um banka-
félag þetta.27)
Það er af Mr. Rawson að segja, að hann virðist hafa
áunnið sér fullt traust Bjöms Jónssonar ráðherra, og er
svo að sjá sem ráðherra hafi bundið nokkrar vonir við
fyrirgreiðslu og milligöngu hans í peningasökum, þótt fyr-
ir lítið kæmi.28)
Fleiri menn, sem lagt höfðu fé í fyrirtæki The British
North-Western Syndicate, komu hingað til lands til að
kynna sér allar aðstæður, m.a. ofursti einn, Dauncey að
nafni, sem lagt hafði 10 þús. £ í félagið.29)
tJt af fyrir sig þarf engan að undra, þótt Einari Bene-
diktssyni tækist að fá til liðs við sig ýmsa erlenda athafna-
og fjármálamenn. Hefur áður verið vikið að hrífandi per-
sónutöfrum hans og sannfærandi framgöngu þessu til
skýringar. Því má svo bæta við hér, að tengsl hans við
ýmsa málsmetandi menn í innsta hring íslenzkra valda-
manna hljóta að hafa styrkt mjög stöðu hans gagnvart
hinum erlendu fjármálaaðilum og aukið möguleika hans
á að vinna þá til fylgis við hugmyndir sínar og fram-
kvæmdaáform.
Hið brezka framkvæmdafélag virðist um skeið hafa
26) Þjóðólfur, 9. sept. 1910.
27) Þjóðólfur, 15. sept. 1910. Um peningamálin má annars lesa í
Ingólfi (6. okt.), Þjóðólfi (Saga „Franska bankans") 9., 15.
og 30. sept. og enn 21. okt., 11. og 25. nóv. auk fleiri greina
um þessi mál á sama tíma. Isafold fjallar um peningamálin
almennt í tilefni af skýrslu peningamálanefndarinnar (12. okt.
1910) og um „franska bankann" sérstaklega nokkru síðar (25.
feb. 1911). Einnig vísast hér til Þorsteins Thorarensen: 1 fót-
spor feðranna, bls. 365—368.
28) Isafold, 25. jan. 1911.
29) Laust mál, bls. 658.