Saga - 1977, Blaðsíða 123
AÐ LEIÐA KONUR I KIRKJU
117
hann sé hreinsunarathöfn, heldur skal hann auka veg
hinnar giftu konu að þeirra mati, vera fyrirbæn og þökk
fyrir „ávöxt kviðar hennar“ og tryggja henni „fæðingar-
orlof“ sitt, ef svo má að orði komast. 1 ljósi þessarar nýju
skoðunar er ritual hans prentað í fyrstu íslensku handbók-
inni fyrir lúterska presta, sem gefin var út í Kaupmanna-
höfn árið 1555, tekin saman af Marteini biskupi Einars-
syni, en „korrigeruð" af Pétri Palladíusi Sjálandsbiskupi,
eins og segir á titilblaði hennar.
Er nú fróðlegt að athuga hvað þarna stendur, en um
kirkjuleiðslu kvenna er komist svo að orði:
„Þá að nokkur dandi kvinna hefur barn átt, þá skal hún
heima vera eftir venju, og neyða sig ekki þó hún kunni
lengur krönk að verða, heldur skal hún svo og til haga að
koma til kirkju, þá heilagt er og hvorki þarf hún kerti né
annað eftir gömlum vana að hafa, en vilji hún ganga innar
í það sinn þá er það mjög vel“.
Síðan kemur leiðsögn sjálfrar athafnarinnar, en hún
skal fara þannig fram:
„Þegar nokkur dandi kvinna stendur fyrir kirkjudyrum
og skal í kirkju ganga eftir sinn barnsburð, skal presturinn
til hennar koma, ef hann er kallaður þar til, og segja til
allra þeirra, sem í kringum eru: Góðir, kristnir bræður.
Þessi vor kæra systir er nú í dag hér komin til kirkjudyra
eftir sinn bamsburð, því viljum vér allir þakka guði fyrir
hana, að henni hefur vel gengið með ávöxt síns kviðar. Því
viljum vér allir á kné falla og biðja fyrir henni eina pater
noster, svo hún megi með typtan upp fæða sín böm í guðs
ótta og heiðran, og svo fyrir öllum öðrum dandi kvinnum,
sem þungaðar eru, hér eður annars staðar í sveitum, að
Guð vilji og svo gefa þeim sína náð til að skiljast vel frá
sínum ávexti og síðan forvara hann fyrir eldi og vatni og
öllum lífsháska, svo þær komi ekki í háska fyrir líf og sál
fyrir sín börn. Faðir vor etc.
Þar eftir segi hann til hennar, þá hún er inn leidd: