Saga - 1977, Blaðsíða 68
62
PBTER G. FOOTE
Því hefur einnig verið haldið fram, að útburður barna
hafi fyrst og fremst bitnað á óæskilegum afkomendum
þræla.48) Þar eð þessi siður var leyfður á Islandi fyrst eft-
ir kristnitökuna, hlýtur hann að hafa haft talsverða efna-
hagslega þýðingu.49) 1 sjálfu sér er þetta engin sönnun
fyrir tilveru þræla, en sýnir aðeins að fleiri börn hafi fæðst
heldur en heimilisfeður treystu sér til að ala önn fyrir
með hliðsjón af efnahag fj ölskyldunnar og heilbrigði
bamsins. Það ber vott um tilfinningasemi að álykta, að
þessir óvelkomnu gestir hafi flestir eða allir verið af þræla-
kyni. öllu líklegra er, að barnaútburður hafi verið leyfður
eftir að kristni var lögtekin til þess að frjálsir menn gætu
haldið áfram að ráðstafa lífi frjálsra barna sinna, því að
jafnvel hundrað árum eftir kristnitöku drógu lögin ekki
í efa rétt þeirra til að ráðska með líf þræla sinna. Kristin
áhrif hafa án efa valdið nokkru um það að þrælahald logn-
aðist út af á Islandi eins og annars staðar. Klerkar hvöttu
menn til þess að gefa þrælum sínum frelsi, og fátækra-
hjálp, byggð á kristilegum mannúðargrundvelli, hefur
smám saman dregið úr skuldaþrælkuninni.5 0)
Ef fátt var um þræla um árið 1000 og enn færra 1050,
þegar þeirra er síðast getið, hvernig stendur þá á því að
48) Árni Pálsson, „Lok þrældóms á Islandi", Skírnir CVI (1932),
191—203 (=Á vlð og dreif, 1947, 342—57). Árni skilgreinir
ástandið á 10. öld á prýðilegan hátt, en tilfinningarnar virð-
ast hlaupa með hann í gönur, þegar hann á að meta „hin fornu
lög“ varðandi barnaútburð sem þjóðfélagslegt fyrirbrigði.
4#) Jón Steffensen, Saga-Book of the Viking Society XVII (1966-
9), 196—7 (á íslensku í Menning og meinsemdir eftir sama
(1975), 186—7).
50) Sbr. þegar talað er um þetta sem kristilegan verknað í Gula-
þingslögum, 4. gr., og Frostaþingslögum, III, 19. gr. (Norges
gamle Love I (1846), 5, 153); og heit unnin heilögum Magnúsi
á Hjaltlandi og sagt er frá í Orlcneyingasögu, 57. kap. Sja
ennfremur Magnús Má Lárusson um framfærslu, matgjafir og
próventu í Kulturhistorisk leksikon IV (1959), 556—8, XI
(1966), 500—2, XIII (1968), 517—18.