Saga - 1977, Blaðsíða 49
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
43
Eyrbyggju. Líkt mun farið um Þrælavík við Lagarfljót,
þar sem Droplaug á að hafa drukknað ásamt tveimur þræl-
um, þótt þess sé ekki getið, hvers vegna minningu þeirra
en ekki Droplaugar er þannig haldið á loft.3) Þeir sem
búa í nánd við forvitnileg örnefni og fræga sögustaði hafa
oft lifandi ímyndunarafl. Það kemur því ekki á óvart að
Þrælapyttur skuli á seinni tímum hafa fundist á Mosfelli.
1 hann á Egill að hafa stungið þrælunum, sem hjálpuðu
honum að fela silfrið sitt.4) Þrælaháls er á Fljótsdalsheiði,
og ung sögn er til sem skýrir örnefnið.5)
1 Landnámabók er stutt frásögn af Hallsteini Þórólfs-
syni Mostrarskeggs, sem rændi þrælum í Skotlandi og hafði
þá með sér til Islands. Lét hann þá fást við saltvinnslu í
Svefneyjum.6) Á einum stað í Eyrbyggja sögu (endur-
tekið í Bergbúa þætti) er getið um „Hallstein, er þrælana
átti“, en ekkert fleira er sagt frá þeim. Auðsæilega hafa
farið sögur af þessu vinnuafli.7) (Draga mætti þá álykt-
un, að þrælar á Islandi hafi verið notaðir lítils hátt-
ar við þess konar iðnaðarrekstur, sem tíðkaðist í stórum
stíl hjá öðrum þjóðum, en hér hefur þótt í frásögur fær-
andi.) Á 19. öld, rúmlega 900 árum eftir að Hallsteinn
kom til íslands, og sex eða sjö hundruð árum eftir að
Landnámabólc og Eyrbyggja voru skrifaðar, þóttust Breið-
firðingar kunna allítarlegar skýringar á þessari sögn:
Svefneyjar höfðu hlotið nafn sitt vegna þess að Hallsteinn
kom að þrælunum sofandi þar og lautin, sem þeir sváfu í,
hlaut nafnið Þrælalág; hann fór með þá út í Sviðnur og
hengdi þá þar á stað, sem enn heitir Gálgi, og lendingin er
3) Eyrbyggja saga, 18. kap.; Droylaugarsona saga, 3. kap.; um
Þrælavík á Snæfellsnesi, sjá bls. 47 og aths. 21 hér á eftir.
4) Magnús Grímsson, Safn til sögu íslands II (1886), 267—8.
°) Kr. K&lund, Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af
Island (1877—82), II, 216, aths. 2.
G) Landn., 164.
7) Eyrbyggja saga, 48. kap.; Guðbrandur Vigfússon, Bárðarsaga
Snæfellsáss ... (Nordiske oldskrifter XXVII, 1860), 123.