Saga - 1977, Blaðsíða 69
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
63
lagatextar, sem skráðir eru um 1120 og varðveitast í hand-
ritum frá því um 1270, hafa að geyma ákvæði um þræla?
Eins og við höfum séð, er full ástæða til að ætla að
ákvæði um þrælahald hafi verið felld inn í elstu íslenskar
lagaskrár, a.m.k. frá því um 1117 og síðar. Við verðum að
athuga, að eftir það hafa áhrif hinna rituðu lagatexta
verið mjög sterk, hvort sem við trúum því, að allt sem
varðveist hefur sé runnið frá Hafliðaskrá (og einhverju
hugsanlegu framlialdi hennar) eða að ýmislegt hafi slæðst
með úr lagaskrám „annarra lögmanna".51) Þá kemur hér
til álita að ekki hafa öll þau lög sem skrásett voru ætíð haft
raunhæft gildi: íslensk lög voru t.d. yfirleitt þannig gerð,
að unnt var að bæta við þau eftir geðþótta þess sem fékkst
við að rita textana upp eða bollaleggja um innihald þeirra.
Þrælahald var aldrei formlega afnumið á Islandi fremur
en annars staðar á Norðurlöndum, nema í Svíþjóð á 14.
öld.52) Island hélt áfram að vera í tengslum við samfélög
sem héldu þræla á 12. og 13. öld, svo að innflutningur
þeirra var hugsanlegur. Lög um skuldaþrælkun voru áfram
í gildi, en aðallega hefur hún viðgengist meðal fátækustu
hluta þjóðarinnar sem heimildir eru fáorðar um.53) Höfð-
ingjum og lögspekingum hefur ef til vill þótt gott að hugsa
til þess að hægt væri að hneppa menn í ánauð í refsing-
arskyni. Þessi ákvæði voru því við lýði til loka þjóðveld-
isins, þótt þau hefðu svo sem enga þýðingu fyrir félags-,
efnahags- eða refsimál þjóðarinnar.
61) Gg Ia 213. Jón Jóhannesson, íslendingasaga I (1956), 419—20,
lítur talsvert öðrum augum á þýðingu lagatextanna sem sam-
tímaheimilda um þrælahald, en mér virðist hann gera of lítið
úr útbreiðslu, áhrifum og langlífi hinnar munnlegu geymdar,
jafnvel fyrst eftir að búið var að skrásetja lög á íslandi.
"2) Clara Nevéus, op. cit. (aths. 1 að framan), 158—9, með tilvitn-
un í G. Hasselberg.
,l3) Kostur á að vinna af sér skuldir er háður mildari skilyrðum í
Jónsbók, Kpb 7. gr., þar sem ákvæðið er tekið upp úr Lands-
lögum Magnúsar, VIII 5 (Norges gamle Love II (1848), 153).