Saga - 1977, Blaðsíða 216
210
SIGURÐUR RAGNARSSON
framleiddi, og samsvarandi gjald af öðrum afurðum, sem
til féllu við framleiðsluna, eftir verðmæti þeirra. Jafn-
framt hafði frumvarpið að geyma heimildarákvæði um að
hækka mætti hvor tveggja þessi gjöld um allt að helm-
ing að 10 árum liðnum. Þá var í síðustu grein frumvarps-
ins gert ráð fyrir því, að landstjómin hefði kauprétt að
öllum eignum fyrirtækisins, þegar einkaleyfistíminn væri
útrunninn.
Frumvarpið var tekið til umræðu á 44. fundi neðri
deildar hinn 27. ágúst.10) Hafði Matthías Ólafsson fram-
sögu fyrir frumvarpinu. Hann upplýsti í framsögu sinni,
að nefndin hefði athugað skjöl þau um atvinnumál, er Páll
Torfason hefði sent alþingi, en vegna tímaskorts teldu
nefndarmenn ekki tök á að taka að þessu sinni ákvarðanir
um önnur atriði en það, sem frumvarpið fjallaði um. Kvað
hann það vera skoðun nefndarinnar, að það gæti orðið
landinu til talsverðra hagsmuna, ef áætlanir einkaréttar-
beiðandans kæmust í framkvæmd. Með það í huga teldi
nefndin það enga frágangssök, þótt umsækjandi fram-
seldi einkarétt sinn síðar öðrum, jafnvel þótt útlendingar
ættu þar í hlut. Taldi framsögumaður ekkert lagt í hættu
þótt frumvarpið yrði samþykkt, en margháttaðan ávinn-
ing geta orðið af því að fyrirtækið kæmist á. Auk fram-
sögumanns tóku þátt í umræðum ráðherrann, Hannes
Hafstein, og Björn Kristjánsson. Hannes var hlynntur
frumvarpinu í aðalatriðum, en gerði athugasemdir við
nokkur einstök ákvæði þess, sem hann taldi ekki nógu
skýr. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort skil-
málar þeir, sem frumvarpið setti fyrir einkaleyfinu, væru
ekki fullstrangir. Framsögumaður lcvað því ekkert til fyr-
irstöðu af nefndarinnar hálfu að gera frumvarpið að-
gengilegra fyrir leyfisbeiðanda. Nefndin hefði litið á sig
io) Alþingistíðindi 1913 C, dálkar 1820—1826. Sjá einnig d. 1858-
1859 og 1933—1935 og deild B II 787—788, 943 og 957—958.