Saga - 1977, Blaðsíða 199
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 193
að stífla Tungnaá neðan við afrennslið úr Veiðivötnum,
hækka þau þannig og gera að samfelldu vatnasvæði. Skyldi
sú uppistaða ásamt Þórisvatni notuð til vatnsmiðlunar í
Þjórsá, en skipgengt hefði verið frá Tungnárstíflu upp að
Vatnajökli.
Eins og taflan hér að framan sýnir, átti langstærsta
aflstöðin að rísa við Búrfell. Hins vegar var ætlunin að
virkja fyrst í Urriðafossi. 1 sérleyfisumsókn Titans í marz
1919 kom fram, að til byggingar þess orkuvers, lagningar
flutningslína og byggingar iðjuvera til að nýta orkuna
mundi þurfa 2600 verkamenn, en til starfrækslunnar litlu
færri. Sést af þessum tölum, að jafnvel þessi eina virkjun
og framkvæmdir henni tengdar, var risavaxið fyrirtæki
á þeirra tíma mælikvarða hér á landi. 1 áætlunum félags-
ins var síðan gert ráð fyrir því að koma hinum orkuverun-
um upp smám saman. Kostnaðaráætlun aflstöðvanna allra
nam 277 millj. kr. og gizkað var á, að bygging iðjuvera
til hagnýtingar orkunni myndi kosta annað eins. Voru
þessar tölur miðaðar við verðlag ársins 1914 að viðbættum
50%. Þær voru því orðnar til mikils of lágar í stríðslokin,
vegna þess að verðbólga hafði á stríðsárunum verið veru-
lega meiri en sem viðbótinni nam. Félagið tengdi fram-
kvæmdaáform sín hugmyndum, sem alllengi höfðu verið
uppi, um járnbrautarlagningu á Suðurlandi. Sérfræðingar
þess töldu þó ekki nauðsynlegt að leggja járnbraut vegna
virkjunarframkvæmdanna einna saman. Þörfin fyrir hana
mundi fyrst og fremst spretta vegna nauðsynjar þess iðn-
aðar, sem upp kæmi umhverfis aflstöðvarnar, svo og
vegna þeirrar stórfelldu eflingar landbúnaðarins, sem fyr-
irsjáanleg væri, þegar hann fengi til afnota ódýran tilbú-
inn áburð. Afstaða félagsins var því sú, að eðlilegt væri
að járnbrautarmálið yrði leyst með samstarfi þess og
fyrirtækja á þess vegum við landsstjórnina.
Sætersmoen gerði ráð fyrir því, að nokkur hluti rafork-
unnar yrði notaður til áburðarframleiðslu til innanlands-
þarfa, og yrðu verksmiðjur í því skyni væntanlega reistar
18