Saga - 1977, Blaðsíða 88
82
BERGSTEINN JÓNSSON
þurrk, og náði Jón þá „8 böggum töðu, sem eg var búinn
að slá fyrir næstliðna helgi.“ Enn nást 24 baggar hinn 11,
og er lauk hirðingu af velli, mánudaginn 13. ágúst, höfðu
fengizt af honum tæpir 50 baggar.
Þegar leið á ágúst gerði góðan þerri, og var þá talsvert
hirt af útheyi. Með september varð skakviðrasamara, og
skiptist á hvassviðri á norðan og sunnan. Dagana 5. og 6.
var vikuheyskapur hirtur í sunnan roki og fuku þá þrír
eða fjórir baggar. Síðan gerði snjókomu, og þriðjudaginn
9., þegar Jón gamli í Mjóadal var nótt á Jarlsstöðum, var
„ekki hægt að vera við heyskap fyrir snjó.“
Mánudaginn 14. sept. fór Jón „í göngur í Mjóadal.“
Þá gerði svo „mikið veður að skaði varð að.“
Þegar réttað var, hinn 16., vantaði Jón 6 lömb af fjalli.
Enn eru Jarlsstaðahjón til altaris sunnudaginn 14. sept.
Um þá helgi var heyskap hætt á Jarlsstöðum, „og á ég nú
ekki meiri hey en í fyrra að vöxtum, þó eg hafi haft mann
um fram.“
Það er enn til marks um lélegan heyskap á Jarlsstöðum
þetta sumar, að Jón kemur hesti fyrir á Eyjardalsá. Og
mánudaginn 6. okt. sendi hann Indriða vinnumann „inn
á Akureyri með tólgarmola upp í skuld, og fóru með honum
2 hestar mínir vestur í Skagafjörð til göngu.“
Hinn 14. okt. var hreppamót, og fór Jón þangað. Þá get-
ur hann þess, að fimmtudaginn síðasta í sumri, 23. okt.,
hafi verið byrjað að lesa húslestra á kvöldin.
Þennan vetur er sett á á Jarlsstöðum 41 ær, þar af 9
í eigu hjúa eða annarra en Jóns, en alls 82 kindur.
I vetrarforða fór að þessu sinni kjöt af 2 tvævetra sauð-
um og 11 veturgömlum. Mör úr sauðunum var 26 og 28
merkur, en þeim veturgömlu 11 til 16 merkur. Þá var lógað
4 ám og geitum, sem gerðu 8—12 merkur mörs. Alls varð
tólgin 9 fjórðungar og 8 pund, „eins og í fyrra“, — en
spað varð í 3 hálftunnur.
„Hátt inni í eldhúsi [eru] 12 ganglimir, fjórar bringur
og 2 síður. — Af fjallinu vantar mig 1 lamb. — Talið til