Saga - 1987, Qupperneq 82
80
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ÍSLANDI
ing hefur prestur þó ekki staðið í reynd nema tvívegis, 1769 og 1771, og þá aðeins
að hluta. Strax 1772 er registrið komið í sama far og áður, þ.e. einskorðast við ung-
dóminn. Er því líkast sem prestur, sem var þá reyndar orðinn prófastur, hafi ekki
séð tilgang í almennri skráningu sóknarmanna miðað við það hvernig eftirliti var
hagað af hálfu Hólabiskups, sbr. framar s. 56. - Hér skal tekið fram að það sem
kallað er í Skrám Þjóðskjalasafns II, Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl, XIX. 3.,
s. 58, sóknarmannatal Þönglabakka (og Flateyjar) 1759 (brot) - tvö smáblöð, 4 s.,
innbundin með sóknarmannatali þessara sókna 1784-1829 - er í raun og veru
íbúatal sjö heimila í Flateyjarsókn 1762. Auk eigenda jarðanna er hér aðeins til-
greindur aldur heimilisfólks. Leynir sér ekki að þessi skrá stendur í sambandi við
manntalninguna 1762: nöfn ábúenda og aldur eru hin sömu í báðum tilvikum, sjá
Þjskjs. Mamital 1762. Þingeyjar- og Múlasýslur. Sama máli gegnir reyndar um það
sem í Skrám Þjóðskjalasafns II er kallað sóknarmannatal Reynivalla í Kjós 1763 o.
áfr. (Tilv. rit, VII. Kjal. 5.) Eiginlegt sálnaregistur, að vísu ófullkomið í upphafi,
hefst hér ekki fyrr en 1766.
3 1 vísitasíuskýrslu Ólafs Gíslasonar biskups fyrir árið 1750 (Þjskjs. KI-9 (1751-1752),
24/71751) segir m.a. ( þar sem ræðir um vísitasíu Sauðlauksdalsprestakalls, heim-
ildarst. 41): „Af ungdommen indstillede sig i Kirken ikkun 30, af de 67 unge Per-
soner, der var antegnede i Præstens Siæle Register." Presturinn sem um ræðir var
Bjöm Halldórsson, þá kapellán. Eins sýnir skýrsla Finns Jónssonar um yfirreið
hans um Mýra- og Snæfellsnesprófastsdæmi 1759 og 1760 að í þremur prestaköll-
um, Stafholti, Miklaholti og Staðastað, var þá aðeins til staðar registur yfir ung-
dóminn „men intet SiæleRegister." (KI-17 (1760), 23/7, heimildarst. 13: Staðastað-
ur; ennfr. heimildarst. 5: Miklaholt/Rauðamelur); KI-16 (1759), 1/8, heimildarst.
19: Stafholt.) Sjá ennfr. aftanmálsgr. 17.
4 Skv. erindisbréfi var biskupi skylt að senda GKIC árlega „Relation om Visitation-
en... samt hvad ellers i Stiftet til Forbedring, Forandring og Christendommens
Opbyggelse kan være fomóden at referere, og indhente." (Lovs. for Isl. 2, 667.) Við
þessa skýrslugerð skyldi biskup styðjast við „rigtig Bog" er hann héldi yfir vísi-
tasíur sínar, sjá sama rit, 654. Þrátt fyrir þetta ákvæði verður ekki séð að biskupar
hafi breytt í neinu frá hefðbundnum hætti um skráningu í vísitasíubækur sínar:
þær haldast áfram í máldagastílnum og geyma engar upplýsingar um embættis-
færslu sóknarpresta og andlegt ásigkomulag safnaða þeirra, þ.e. um efnisatriði
vísitasíuskýrslnanna, sjá t.d. Bps. A. II, 18: Vísitasíubók Ólafs Gíslasonar 1748-
1752.
5 Skv. húsvitjunartilskipuninni, 1. gr., skyldu prestar húsvitja sóknarbörn sín tvisv-
ar á ári hið minnsta; en eins og fram kemur í bréfi biskups, voru mikil vandkvæði
á að framfylgja þessu ákvæði: "...alle kand icke overkomme saa som de [prestam-
ir] icke kand om Vinterdagen eller og i foraaret komme frem for snee og blóde vejr;
til og med ere folkene saa fattige, at de kand icke huse dem." (Tilv. bréf Halldórs
Brynjólfssonar, 19/9 1748.)
6 Halldór biskup kvartar þannig yfir því við yfirvöld (1751) að „een deel Præster er
saa senfærdige at omendskiónt at jeg har mulcteret een deel, saa fejler dog hos
andre...". (Þjskjs. KI-9 (1751-1752): Bréf H.B. til GKIC, 10/9 1751.) - Ennfremur
greinir Þorsteinn Pétursson frá því að kringum 1750 hafi biskup sektað marga
presta í Húnaþingi „fyrir uppihald og undandrátt að senda sínar tabulas úr sókn-
unum í tíma...". (Sjálfsævisaga..., 145.)
7 Þannig greinir Halldór Brynjólfsson aðeins Iauslega frá því 1751 að „Menighedens
Tilstand har været temmelig og Præstemes det mig er vitterlig, da de fleeste have