Saga - 2003, Page 202
200
RITDÓMAR
Danmörku árið 1996 og stuðningsfélag safnsins, Minjar og saga, náði að
kaupa á uppboði og færði safninu að gjöf. Þetta var fyrir tilverknað
Ellenar Marie.
Ellen Marie fjallar í bók sinni um alls 38 íslenzk drykkjarhom frá fyrri
öldum sem er að finna víða um lönd, en fyrir utan ísland eru þau í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Þýzkalandi og Englandi, og eitt
var í Ameríku. I sumum löndum em mörg horn varðveitt og má reyndar
búast við, að fleiri kunni að leynast í einkaeigu eða söfnum ytra. Þetta
sýnir okkur, að erlendir menn sóttust fast eftir þessum hlutum og færðu
úr landi, en hér á íslandi varð nánast ekkert gamalt horn eftir. Þau sem eru
hér í Þjóðminjasafninu komu flest í dönsku gjöfinni 1930.
Mörg þessi hom em hreinustu dýrgripir, og er skurðurinn á þeim
meðal þess bezta og fremsta, sem gerist um íslenzkan útskurð. Því miður
hafa mörg þeirra hlotið óblíða meðferð, einkum þau sem urðu eftir hér
heima. Hornin em gerð til að drekka úr þeim að gömlum hætti, þ.e. af
víðari endanum (Ellen Marie sleppir yngri homum, „brennivínshornum"
þar sem borað var gegn um stilkilinn og drukkið af eins og flösku, eins
sleppir hún síðari tíma skrauthomum), en mörgum þeirra var síðar breytt
í púðurhorn, eftir að byssur urðu algengar á 18. og 19. öld og menn báru
púðrið í homi, sem þægilegt var að hella úr í hlaupið. Þá varð ýmsum
fyrir að grípa til gamals og veglegs drykkjarhoms og skella af báðum
endum, setja botn í víðari endann og stút á stikilinn, og gilti þá einu, hvort
fagur skrautskurður og skurðverk aftan úr öldum væri sagað sundur og
tálgað af. Þarna sést enn einu sinni þessi alkunna sorgarsaga um meðferð
landsmanna fymim á fomu dýrmæti feðranna, er tilfinning fyrir list og
fegurð var látin þoka fyrir lífsbjörginni. Nú á tímum finnst mörgum þetta
illskiljanlegt.
Ellen Marie skiptir þessu riti sínu um homin í sex meginkafla eftir efn-
inu. Á eftir inngangi og ensku efniságripi er kafli um drykkjarhom frá
miðöldum, síðan kemur kafli um fyrirmyndir að útskurðinum, þá er
sérstakur kafli um Brynjólf Jónsson í Skarði á Landi og kafli um horn frá
því eftir siðaskipti. Síðasti meginkaflinn er svo um hefðir og nýmæli í
útskurðinum.
Höfundur byrjar á að minnast á frásagnir hinna fomu rómversku
höfunda, Cæsars og Pliniusar eldri (hér hefði einnig mátt nefna Tacitus)
um að norrænar þjóðir hafi dmkkið mjöð af úruxahomum, svo og frá-
sagnir Snorra um að bændur í Vermalandi í Svíþjóð hafi gefið Haraldi
konungi hárfarga og mönnum hans drykk úr gylltum og gullslegnum
kemm og hornum. Hefði hér mátt geta um einhverja fomleifafundi frá
járnöld, þar sem leifar drykkjarhorna hafa fundizt í gröfum manna, og
birta myndir af gotlenzkum myndsteinum, þar sem konur færa mönnum
mjöð í hornum og þeir sitja síðan við drykkju, eða silfumælum með
myndum af húsfreyju bera fram drykk í horni. Alþekkt er og myndin i