Saga - 2003, Page 218
216
RITDÓMAR
settu þó strik í reikninginn, einkum mislingamir 1882. Skýringar Ólafar á
þessu ferli eru í stuttu máli þær að „eðlilegt" hlutfall þar sem brjóstagjöf
er ekki viðhöfð sé um 25% og það sem er umfram það stafi einkum af ban-
vænum sóttum. Við sóttunum var ekkert að gera á umræddu tímabili en
tíðni þeirra fór eftir samskiptum við útlönd, en eftir því sem leið á öldina
tengdist íslenskt samfélag meira og meira inn í alþjóðlegt sóttarsamfélag-
Það má vel vera að þetta sé líkleg skýring en í sjálfu sér er ekki hægt að
sýna fram á þetta með tölum. Tilraunir til að greina hvaða sóttir voru a
ferðinni eru að mestu frekar ómarktækar og það sama gildir um
útbreiðslu þeirra og dánartíðni meðal bama. Yfirvöld gerðu sér grein fyrir
skaðsemi sótta eins og glöggt má sjá á tilskipunum um sóttvarnir og
bólusetningar gegn bólusótt. Þegar leið á 19. öldina áttuðu menn sig á þvi
að betra væri að láta sóttimar flæða yfir fólk á unga aldri og þess vegna
ætti ekki að viðhafa sóttvamir nema við mjög alvarlegum sóttum, eins og
t.d. svarta dauða, kóleru, taugaveiki o.fl.
Eftir að Ólöf hefur afgreitt sóttir sem orsök fyrir stórum hluta
ungbamadauðans, er lítillega fjallað um aðra hugsanlega orsakavalda.
„The decline in infant mortality, experienced during the second part of the
19th century, was certainly not due to favourable socio-economic condi-
tions" (bls. 76). Að þessu gefnu spyr hún hvort lífslíkur séu háðar efna-
hagssveiflum. Því svarar hún ekki beint en segir að þar sem bömin hafi
dáið mjög ung sé skýringanna líklega ekki að leita í efnahagsástandinu.
„ A newbom's primary needs are satisfied by access to the mother's breast
and a mother who is not severely affected by malnourishment is, as a rule,
in a position to fulfil those needs" (bls. 77, leturbr. JÓÍ). Hér hefði Ólöf
mátt ræða við konur sem ekki hafa haft börn sín á brjósti, kanna betur
gögn úr nútíð og fortíð og þá sérstaklega áðumefnda grein Móniku
Magnúsdóttur. Slíkt var ekki gert og að þessu gefnu þarf að athuga hvers
vegna konur gáfu ekki brjóst. Meginskýring Ólafar er samhljóða
skýringum Lofts og þær falla aftur að skýringu Brándströms, sem í aðal-
atriðum er sú að mikið vinnuálag hafi gert konum ókleift að hafa böm a
brjósti. Stærri heimili og umframvinnuafl (hugtakið atvinnuleysi er notað
um vinnu utan heimilis eins og verið sé að lýsa verkskiptu samfélagi a
síðari hluta 20. aldar) á síðari hluta 19. aldar jók frítíma mæðra með ung-
böm og það skýrir að nokkru aukna brjóstagjöf að mati Ólafar. Með í kaup-
unum fylgir einnig sú skýring að aukin brjóstagjöf minnki frjósemina og
aftur er það borið á borð að brjóstagjöf ein og sér sé getnaðarvörn.
Hér er á einfaldan hátt afgreidd atriði sem skipta miklu máli varðandi
þessa rannsókn og niðurstaðan er ekki nægilega trúverðug þegar á heild-
ina er litið. Ólöf leggur hins vegar fram mikið af mjög athyglisverðum
tölum og gagnlegum rannsóknarspurningum. Það er hins vegar
athyglisvert hvað hún svarar fáum þessara spurninga.
Tölur gegna mikilvægu hlutverki í þessu verki og væri æskilegt að þ*r