Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 6

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 6
Már Jónsson ÓSTJÓRNLEG LOSTASEMI KARLA Á FYRRI TÍÐ Unable to be ivbole, those driven by phallic lust attempt to find holes evetywhere, to penetrate, to pierce into an inner reality which theyyeam to destroy but cannot even find. Mary Daly 1984 IMexíkóborg er það siður karla, ungra sem aldinna, að halda uppi kcillum og klúrum bendingum á eftir konum sem ganga einar um götur, einkum ef þær eru útlendar. Enn grófari leikur varð opinber í hitteðfyrra, að upp komst um helstu kvöld- skemmtun lögregluvaktar í smábæ einum rétt við höfuð- borgina. Gamanið fólst í því að nokkrir lögregluþjónar voru sendir út af örkinni til að handsama ungar stúlkur. Þær voru síðan hafðar í haldi á stöðinni fram undir morgun, þeim körlum til kynferðislegrar svölunar sem kærðu sig um. Ágengni karla i Mexíkó til útskýringar mætti ef til vill benda á offors landvinninga- manna i hinum nýja heimi á 16. öld. Þeir nauðguðu innfæddum konum hver sem betur gat og hrifsuðu þær frá heimilum sínum ef þeim leist vel á þær. Sagnaritari einn greindi svo frá: „Eftir að þeir lögðu undir sig landið og höföu rænt og ruplað að vild sinni hófu Spánverjar að ræna konum, nauðga þeim og svipta þær meydómi sínum. Ef þær létu ekki til leiðast drápu þeir þær eins og hunda.“ Sam- kvæmt þessu gæti ofbeldið hafa orðið landlægt og óhagganlegt í Mexíkó uppfrá þessu. Þetta er þó ólíkleg skýring sé tekiö mið af endalausum sögum af nauðgunum og öðrum óhæfu- verkum í garð kvenna um allan heim. Athæfi sem þetta er því Kynhvötin líkt og yfirbugaöi karlana tvo. Þeir stukku á það sem fyrir varö. I öoru tilvikinu varö skynlaus skepna fyrir baröinu á karli, en í hinu dóttir hans. tæplega bundið við eitt tiltekið land og ég mun segja sem svo að kynhvöt karla sé óviöráðanleg og áfergja innifalin í eðli hennar. Ofsi eða grimmd kynhvatar karla verður þá spurning um siðferðisvitund og sálarlíf einstaklinga innan eins og sama samfélags, en ekki vísbending um ástand í heilu þjóðfélagi. Allir karlar eru ekki eins, en karlar eru allstaðar samir við sig. Allir karlar eru ekki nauðgarar, en nauðgarar eru út um allt. Hér verður reynt að bregða ljósi á það hvernig ákafinn við að leggja konur undir sig hefur tekið á sig ýmsar myndir og notið verndar og viðurkenningar karlveldisins. Að lokum verður hugað að því hvort eitthvað sé hægt að gera til að draga úr ósköpunum eða stöðva þau. ÁFERGJA Við lestur skjala á Þjóð- skjalasafni Mexíkós í Mexíkó- borg í fyrravor rakst ég á tvo dóma, sem urðu kveikjan að þessari grein. Annað dómsmálið var þannig vaxið, að árið 1801 var komið að fjárhirðinum Isidro Bonifacio Pena þar sem hann hafði mök við ösnu á miðjum J)jóðvegi skammt frá Mexíkóborg. Hann var dauðadmkkinn og tók ekki eftir því að menn nálguðust. Aðspurður svaraði hann að hiti girndarinnar hefði komið svo snögglega yfir sig að þegar ekki buðust aðrar leiðir til að kæla hann hefði hann valið ösnuna, sem ein var nærri. Ekki haföi hann gert þetta áður um ævina. Hitt málið var á þá leið, að dag einn árið 1809 skar bóndinn Juan Pedro maguey- kaktusa við heimili sitt, en hljóp skyndilega til, réðst á 15 ára dóttur sína og nauðgaði henni. Fólk var nærri og kona hans kom aðvífandi þar sem hann iðaði ofan á stúlkunni. Að- spurður fullyrti Juan Pedro að djöfullinn hefði freistað sín. Karlarnir tveir voru báðir dæmdir til þriggja ára vegagerðar við þjóðveginn frá Mexíkóborg til hafnarborgar- innar Veracruz. Kynhvötin líkt og yfirbugaði karlana tvo. Þeir stukku á það sem fyrir varð. í öðru tilvikinu varð skynlaus skepna fyrir barðinu á karli, en í hinu dóttir hans. Hvorugt var einsdæmi og enn óhugnanlegri frásagnir eru til. Um miðja 17. öld reyndi spænskur hermaður að koma stúlku til við sig, en þegar hún neitaði drap hann hana og nauðgaði henni tvivegis á eftir. í byrjun sömu aldar nauðgaði svissneskur karl nokkrum konurn og gróf þær lifandi að því ioknu.' Hér á landi má nefna til sögunnar Friðfinn Jóhannesson vinnumann á Rifshæðaseli á Melrakkasléttu. Dag einn haustið 1835 gekk hann til kinda með Guðrúnu Jónsdóttur, átta ára dóttur húsbænda. Þegar þau voru komin í hvarf varpaði hann henni til jarðar „og drýgði losta með henni nauðugri á svo ofríkisfullan hátt, að barnið með kvöl gat dregið sig heirn að bænum." Guðrún var rúm- liggjandi „með kvölum og þjáningum" í þrjá daga og fann til verkja í fleiri mánuði. Atferli Friðfinns kallaði Þórður Sveinbjörnsson yfir<dómari „óstjórnlega lostasemi“. Þannig mætti lengi telja, en þess þarf ekki. Augljóst er að ofríki var þáttur í kynlífs- hugmyndum karla og þeim stóð á sama um hugsanir og tilfinningar fórnarlambanna. Árásir á dýr tíðkuðust reyndar ekki hérlendis. Magnús Stephensen skrifaði árið 1821 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.