Ný saga - 01.01.1991, Síða 8

Ný saga - 01.01.1991, Síða 8
Már Jónsson Algengt var aö spænskir konungsmenn tækju sér indíánastúlkur til þjónustu og handargagns. Á myndinni sjást foreldrar reyna aö verja dóttur sína fyrir einum slíkum. Hún fullyrti að faðir sinn væri faðir barnsins sem hún fæddi og „að hún hefði til samræðis og saurlifnaðar verks með föður sínum nauðug og í allan máta óviljug verið. “ og ekki var þetta kallað nauðgun á sínum tíma. Öðru máli gegndi tveimur öldum síðar þegar Guðrún Eiríksdóttir staðhæfði að stjúpfaðir sinn hefði „sig óviljuga til J^ess skammar legorðs tekið“, en hún „hvorki þorað né kunnað hafi því löglega yfir lýsa, og sökum þeirra vondra viðskipta hafi hún af hans heimili vikið“. ’ Petta var þó viðurkennt sem nauðgun og sumarið 1724 var tekið mark á orðum Halldóru Jónsdóttur. Hún fullyrti að faðir sinn væri faðir barnsins sem hún fæddi og „að hún hefði til samræðis og saurlifnaðar verks með föður sínum nauðug og í allan máta óviljug verið.“" Nauðganir innan fjölskyldunnar voru því engan vegin fátíðar. Enn algengari voru þó nauðganir eða nauðgun- artilraunir karla á óskyldum og ókunnugum konum og nægir að nefna árás Porleifs Einarssonar, fertugs vinnumanns á Skógarkoti í Pingvallasveit, á Vilborgu Guðmundsdóttur, tvítuga vinnukonu á bænum, úti í móa sumarið 1847. Við yfirheyrslur sagðist hann „að sönnu hafa komið við liana bera, helst við lífið á henni og legið ofaná henni stundarkorn, en ekki segist hann hafa komið neinu reglulegu samræði fram við hana þó jiað í fyrstunni hafi verið ásetningur sinn.“ Sýslumaður lét færa til bókar að svo virtist senr Þorleifur hefði legið ofan á Vilborgu berri, „án þess þó að snerta genitalia hennar og við það að hjá honum hefur skeð effusio seminis áður en nokkur reglulegur coitus milli þeirra framfæri" hefði hann hætt tiltæki sínu og sleppt Vilborgu.12 DROTTNUN Það sem þegar hefur verið rakið af sögum um óhóflega kynhvöt karla staðfestir að íslenskir karlar hegðuðu sér nákvæmlega eins og kynbræður þeirra í Mexíkó eða hvar sem er í heiminum. Þeir hikuðu ekki við að beita ofbeldi til að svala kynhvöt sinni og gerðu það án minnsta tillits til umhverfis og aðstæðna, að ekki sé talað um vilja dætra, stjúpdætra eða annarra kvenna sem j:>eir girntust. Þeir misnotuðu líkamlega og félagslega yfirburði sína til nauðgana, líkt og keisarasonurinn siðlausi í ævintýrinu:„Þegar liann vóx upp var hann bæði voldugur og drambsamur mjög og joókti sér hvurgi fullkosta og so var hann ósiðaður að hann tók dætur skattkónga föðurs síns með valdi og lá hjá þeim þrjár nætur og lét j)ær so fara heim með vansæmd og jsoröi enginn í móti aö mæla fyrir riki þeirra feðga.“” Munurinn á ævintýrinu og raunveruleikanum var sá að í raunveruleikanum fóru konur ekki með sigur af hólmi í sögulok. Tilhneiging karla til að sýna konum ofríki og óvirðingu fer ekki á milli mála. Af hálfu karla fylgir drottnun kynlífi. Þeir vilja ráða yfir því sem þeir leggjast á, troða sér ofan í holur sem þeir sækjast eftir að eyðileggja, en komast hvergi nærri því sem þeir leita að, líkt og guð- fræðingurinn Mary Daly segir í upphafsorðum þessarar greinar. Mary Wollstonecraft gerði sér grein fyrir jiessu þegar árið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.