Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 10

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 10
Már Jónsson föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold.“ (1. Mós. 2, 24-25). Gefur það þá ekki auga leið að ævarandi girndarbruni eða gredda hafi verið rökrétt afleiðing af bölvun Drottins yfir Adam? Mig grunar að svo sé og tíunda boðorðið styður slíkt mat: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns... né nokkuð það sem náungi þinn á“ (2. Mós. 20, 16-17) Karlar en ekki konur áttu á hættu að rjúfa lögmál guðs með því að halda framhjá og nauðga konum. Það voru og eru álög sem á þeim eru. YFIRBREIÐSLA Til þessa hafa karlar ekki viljað horfast í augu við þá bölvun sem hvílir á kynhvöt þeirra. Þeir hafa ekki reynt að vinna úr henni og snúa henni til betri vegar. Miklu frekar hafa þeir freistað þess að eigna konum það sem þeir réðu ekki við í sjálfum sér. Þeir kröföust þess lengi vel að konur væru skírlífar við giftingu, en fóru sjálfir á vændishús og fullyrtu hástöfum að ekkert væri syndsamlegt við það." Samskonar viðhorf birtist í hugmyndum ítalska heim- spekingsins Campanella um fyrirmyndarríkið í byrjun 17. aldar. Hann gerði ráð fyrir þvi að konur fengju að sofa lijá körlum þegar þær væru orðnar 19 ára. Karlar urðu að vera árinu eldri, en til þess að piltar innan við tvítugt tækju ekki uppá því að svala girndum sínum á óeðlilegan hátt átti að gefa þeim kost á því að sænga hjá ófrjóum eða vanfærum konum."1 Kvæntir karlar nutu svo þeirra forréttinda, meðal annars í Frakklandi fram undir lok síðustu aldar, að þeir máttu halda framhjá utan heimilis, en konur þeirra hvergi.22 Ávallt var tekið harkalegar á framhjáhaldi kvenna en karla og samtryggingin gekk svo langt að nauðgarar áttu þess víða kost að ganga að eiga fórnarlambið í stað Joess að verða teknir af lífí.23 A íslandi var þetta leitt í lög árið 1587: „En þar sem nokkur nauðgar einni ærlegri mey eður ekkju, og það sannreynist, þá skal hann straffast fyrir það eftir lögunum, en ef hann nær lífi að halda þá skal hann taka hana sér til eigin kvinnu, ef hún og hennar forsvars menn verða því samþykkir, en vilji þeir honurn þess ekki unna þá skal hann gefa henni af sínu góssi og peningum eftir hvorutveggja vina ráði og samþykki.1'"' Með því að hlífa körlum og refsa konum harkalegar var hylmt yfir viðþolsleysi kynhvatar karla og breitt yfir skaðsemi hennar fyrir konur. Karlar voru ríkjandi og ráðandi afl í þjóðfélaginu og skilgreindu aðstæður og viðbrögð við atburðum eða athæfi. Konur áttu miklu frekar yfir höfði sér að fá stimpilinn „syndugar" og „sekar“, þótt karlar hegðuðu sér snöggtum verr. Af sömu hvötum var sjúklegum losta logið uppá konur. Dæmi um það eru svonefnd skriftamál Ólafar Loftsdóttur frá síðari hluta 15. aldar. Talað er í orðastað konu og hún látin geta þess að „þótt ég viti að ein en engin önnur sé réttleg sambúð karls og konu að karlmaðurinn á konunnar kviði liggi, með hverja aðferð ég var oftlega í nálægð við minn bónda, þá afneitti ég allt eins mörgu sinni þessari aðferð, svo að stundum lágum við á hliðina bæði, stundum svo að ég horfði undan en hann eftir fremjandi í hverri þessari samkomu holdlega blíðu með blóðsins afkasti og öllum þeim hræringum liða og lima okkar beggja sem ég mátti hana framast fýsta, samtengjandi þar með blautlega kossa og atvik orðanna og átekning handanna og hneiging líkamans í öllum greinum". Eins segir af sáðláti bónda utan kynfæra hennar, samförum á meðan hún hafði blæðingar og framhjáhaldi hennar/’ Lýsingar eru hinar rosalegustu og saman eru komnar allar syndir heims. Fráleitt er að þetta og annað í þessu skjali sé skrifað eftir fyrirsögn eða sé skrifleg játning „Holdlegt óeölis samræöi" kallaöiMagnús Stephensen það þegar aö menn lögðust með dýrum. Sagöi hann slíkt þekkt hér á landi áöur af sögnum. Myndin er erlend frá um 1900. lifandi konu. Raunar er ekkert sem bendir til þess að ástæða sé til að bendla Ólöfu ríku við skjalið. Eina handritið sem til er af því var skrifað árið 1773 og sagt í fyrirsögn að ritað væri eftir „gamalli Pergamentis Rollu.“ Um aldamótin síðustu komu Jón Þorkelsson skjalavörður og Hannes Þor- steinsson ritstjóri sér saman um að þetta hlytu að vera skriftamál Ólafar og þannig var skjalið kynnt í Fornbréfasafni. Engin óyggjandi rök færðu þeir fyrir ákvörðun sinni og ekki sýnist mér að það verði nokkru sinni gert. Vart kemur heldur til greina að skjalið sé ætlað til glöggvunar fyrir presta þegar fólk kom til að játa syndir sínar. Slíkar leiðbeiningar voru í formi spurninga og svara, en ekki nákvæmar útlistanir á hinu syndsamlega athæfi. Sennilegast er textinn samsetningur og fantasísa hæðinna karla, jafnvel frá 15. öld, ætlaður til skemmtunar og hlátraskalla í karlahóp á góðri stund. Konu var eignað það sem karlarnir áræddu að gera sér í hugarlund. Hún var gerð að athlægi, en þeir svöluðu draumum sínum og þrám. Avallt var tekiö harkaleaar á framhjáhaldi kvenna en karla og samtryggingin gekk svo langt aö nauögarar áttu þess víoa kost aö ganga að eiga fórnarlambið í staö þess aö verða teknir af lífi. ÚRRÆÐI í stað þess að láta sig hafa það sem karlar bjóða og heimta ættu konur að láta slá í brýnu. Þær eiga ekki að hegða sér eins og Guðrún Jónsdóttir vinnu- 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.