Ný saga - 01.01.1991, Síða 17
Þingvellir 17. júní 1944. Á sagan að vera „tilyndisauka við hátíðtegt tækifæri" ?
eru, og í hverjum mæli sé
æskilegt að opna fyrir
óhefbundnari rannsóknar-
viðhorf. Hér á ég við viðhorf,
sem ef til vill mætti nefna
umhverfisbundin og byggjast
meðal annars á því, að við
rannsóknir skuli tekið ákveðið
tillit til þess umhverfis, sem þær
eru stundaðar í, hvort sem það
er pólitískt eða menningarlegt.
Loks má benda á, að opin-
ber sagnaritun er stunduð fyrir
almannafé. Það leggur sér-
stakar skyldur á herðar allra
þeirra, sem að henni standa.
Slík saga verður að höfða til
þjóðarinnar með sérstökum
tty tj .z.g.GÍ&v á acUIi&c'i
lotntut nl tfitv Má vr ttyitpktlli »jui$ttj$v ivtix nj ^attyií
é 'uKva if jbu^A.etj trvfr fer f>ttn
Hvernig getur sagnfræðin gefið hefðinni nýtt inntak við breyttar aðstæður?
hætti og vera henni til
yndisauka við hátíðlegt
tækifæri. Hún verður einnig að
efla þekkingu þjóðarinnar og
skilning á sögulegri og
menningarlegri arfleifð sinni og
svara spurningum hennar um
það, hver hún sé. Slík
„hátíðarsaga“ má hins vegar
aldrei verða þjóðernisleg, þá
hefur hún brugðist frum-
hlutverki allrar sagnfræði, eins
ogjoví var lýst liér að framan.
I þessari grein hefur verið
brugðið upp nokkrum
álitamálum varðandi tilgang og
hlutverk sagnfræðilegra
rannsókna og ritverka. Öll
krefjast þau þess, að afstaða sé
tekin til ákveðinna gilda og
verðskulda því heitið sögu-
siðfræði. Þá eiga þau sammerkt
í því, að taki fræðimenn
viðhlítandi tillit til j^eirra, móta
þau verkefnaval j^eirra og
vinnubrögð upp frá því. Af
þeim sökum getur sögusiðfræði
leitt til endurnýjunar sagn-
fræðinnar í heild.
15