Ný saga - 01.01.1991, Síða 26

Ný saga - 01.01.1991, Síða 26
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR gengið eins og best var á kosið. Hjörtur segir: „mannfýla sem bjó við hliðina á okkur var alltaf að hreyta í okkur skæting ef eitthvað mjamtaði í okkur.“ Félögunum reyndist auðvelt að fá herbergi. Atvinnuleysi var mikið í Kaupmannahöfn og fjöldi manna hafði farið úr borginni en aðrir gripu til þess ráðs að leigja út herbergi frá sér. Hjörtur var farinn að fá 20 kr. vikulaun í febrúar enda nær útlærður. Þá treysti meistarinn sér ekki til að greiða lærlingnum laun áfram, salan var lítil sem engin. I mars var peningaleysi farið að þjarma mjög að Finni. Honum var boðið að senda verk á fyrirhugaða sýningu Listvinafélagsins sem vera átti um sumarið í Reykjavík. En vegna fjárskorts sá hann sér vart fært að leggja í kostnað við að „setja málverk í ramma,“* Elka hefur greinilega vonast eftir verkum frá listamannsefnunum á sýninguna og gengur hvað eftir annað eftir því í bréfum til bróður síns. Það hefur valdið henni vonbrigðum að ekki gæti orðið af því en Hjörtur reynir að sefa Elku þegar hann skrifar: „Það kemur einhvern tíma á listasýningu eitthvað frá Ásmundi, þó ekki verði það núna.“47 Myndlist í Danmörku var í engu betra ástandi en atvinnumálin, þar ríkti kreppa. Finnurjónsson stundaði þó nám hjá einum framsæknasta málara Dana. Þegar hann hugðist byrja í Listaháskólanum gerðu nemendur verkfall til að mótmæla því hve kennarar voru gamaldags. Tryggvi Magnússon kom til Kaupmannahafnar undir vor 1921 og náði inntökuprófinu í Listaháskólann. Þeir Ásmundur, Finnur og Tryggvi sem lögðu upp frá íslandi haustið 1919 til að leita að landinu þar sem myndlistin átti heima komust allir að þeirri niðurstöðu að það land hét ekki Danmörk. Þeir vont sem betur fer staðfastir, eins og jörðin undir fótum þeirra, í leit sinni og brutust áfram næstu árin með litlum styrk yfirvalda. Hornhúsiö á Gothersgade 87 og Landemærket 57 var byggt áriö 1750. Félagarnir Finnur Jónsson og Ffjörtur Björnsson fluttu í Gotnersgade 87II voriö 1921. Þeim mun mikiivægari varð að tiltrú á framtíöarveg þeirra væri einhver meðal þjóðarinnar. Þá tiltrú hafði Elka Björnsdóttir verkakona í Reykjavík. Baráttan um brauðið kostaði hana gríðarlegt erfiði en hún reyndi á eigin skrokki að hugsandi vera sótti ekki næringu í það eitt. Gróandinn í íslenskri myndlist varð henni því svo hugfólginn. Elka hefur areirtilega vonast eftir verkum frá listamanns- efnunum á sýninguna og gengur hvað eftir annað eftir því í bréfum til bróður síns. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.